Þorsteinn: Ísland verði orkunýlenda ESB - jákvætt mál

Á eftir 3. orkupakkanum kemur sæstrengur til Evrópu, segir Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar, og það telur hann jákvætt:

Þorsteinn segir að sameiginlegur raforkumarkaður Evrópusambandsins hafi stuðlað að stórbættri orkunýtingu innan sambandsins...

Þorsteinn er ESB-sinni, telur að forræði í íslenskum málum sé betur komið í Brussel en Reykjavík. Afstaða þingmannsins er rökrétt út frá þeirri lífsskoðun sem hann fylgir.

En þjóðin vill ekki inn í Evrópusambandið og kaus sér þingmeirihluta í þeirri trú að ESB yrði ekki gert að æðsta yfirvaldi í íslenskum málum.

Illu heilli ætla Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Vinstri grænir að ganga fyrir björg og taka upp ESB-stefnu Viðreisnar og Samfylkingar.

Ef þriðji orkupakkinn verður samþykktur á alþingi yrðu það svik sem gleymast ekki.

 


Siðir, samfélag og góða fólkið

Siðir halda samfélögum í heilu lagi. Án siða ríkir náttúrulegt ástand sem kallast siðleysi og er almennt ekki talið eftirsóknarvert.

Í viðtengdri frétt segir að íbúar smáríkisins Brúnei séu almennt ánægðir með harðar refsingar gagnvart athæfi sem íbúarnir telja siðlaust s.s. framhjáhald og samkynhneigð.

Góða fólkið á vesturlöndum á erfitt með að sætta sig við siðina í Brúnei. Góða fólkið í dag er í sömu stöðu og evrópskir trúboðar á 19. öld sem töldu sína siðmenningu öllum æðri og lögðu undir sig Afríku til að kenna innfæddum að haga sér. 

Nýlegri dæmi um hvernig hugmyndafræði góða fólksins bætir heiminn er innrás vesturlanda í Írak, afsetning Gadaffi í Líbýu og tilraunar að hrekja Assad úr forsetastól í Sýrlandi. Þegar valið stendur á milli harðstjóra annars vegar og hins vegar óaldar og bræðravíga velur góða fólkið ávallt seinni kostinn og réttlætir hann með hugsjónum. Í kalda stríðinu var þessi hugsjón orðuð svona: betra dauður en rauður.

Heimsmynd góða fólksins er í svarthvítu, samfélög eru ýmist góð eða vond. Heimsmyndin er uppskrift að varanlegu stríðsástandi á meðan ekki ríkir ein trú, einn siður og ein forysta yfir heimsbyggðinni.

Kjarninn í misskilningi góða fólksins er sá að það eru ekki samfélög sem eru góð eða vond, heldur einstaklingar. Samfélög verða til þegar fólk þarf að lifa saman, setja sér reglur. Og það er ekki til ein uppskrift að samfélagi. Góða fólkið er of sjálfhverft til að skilja þessi einföldu sannindi.


mbl.is Að vera grýttur til bana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. apríl 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband