Loftslagstrú, sálfræði og krossfesting vísinda

Óttinn við dauðann er manninum eðlislægur. Annar eðlisþáttur tegundarinnar er sektin; af hverju er ég lifandi en aðrir dauðir/dauðvona eða lifa ömurlegu lífi?. Trú svarar ótta og sekt. 

Kristna útgáfan boðar eilíft líf annars vegar og hins vegar að Jesú hafi dáið fyrir sekt/syndir mannanna endur fyrir löngu.

Veraldleg vesturlönd nenna ekki lengur kristni. Hjá stórum hópi fólks er loftslagstrú staðgengill opinberunar og þjónar sama hlutverki, að sefa ótta og milda sektarkennd. Loftslagstrúaðir telja ragnarök á næsta leiti og lifa í dauðaangist. Í annan stað líður þeim illa í allsnægtum og finna til sektar.

Loftslagstrú segist byggja á vísindum, líkt og eingyðistrú byggir á opinberun. Þegar loftslagstrúnni verður sópað undir teppið sem álíka bábilju og þúsaldarvanda tölvukerfa verða vísindin krossfest fyrir að leggja nafn sitt við trúarsefjunina.

Loftslagstrú getur ekki svarað einföldustu spurningum, t.d. hvert er kjörhitastig jarðarinnar? En samt flykkist fólk í þessa kirkjudeild og efnir til mótmæla og hávaða til að hrella fólk til fylgilags við sértrúarhópinn.

 


mbl.is „Loftslagsváin er þögul ógn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðlaugur, einfalt líf feita þjónsins og orkupakkinn

Hlutlausir aðilar, sem eiga engra hagsmuna að gæta, fjalla um orkustefnu ESB og komast að afdráttarlausri niðurstöðu: völdin eru flutt frá aðildarríkjum til Brussel.

Ef Ísland samþykkir orkupakka 3. erum við á orðin hluti af orkusambandi ESB. Þegar Norðmenn samþykktu orkupakka 3 fyrir ári var það sagt upphátt. Á Íslandi er ekki einu sinni hvíslað um orkusamband ESB. Það er talað um orkupakka 3. eins og afmarkað lítilræði en ekki meiriháttar stefnubreytingu íslenskra stjórnvalda.

Framkvæmdastjórn ESB kynnti fyrir nokkrum dögum stöðu orkusambandsins. Þar segir í niðurlagi að fyrirhugað er að orkuskattar verði hluti af orkustefnunni: ,,how energy taxation could better contribute to the EU's energy and climate policy objectives".

Er einhver umræða á íslandi um að flytja skattheimtuvald til Brussel? Nei. hér á landi höfum við utanríkisráðherra sem talar svona:

Í aldarfjórðung hafa hindranalaus viðskipti með vöru og þjónustu aukið hagsæld á Íslandi. Samningurinn um EES hefur gerbylt neytenda- og vinnuvernd og einfaldað líf Íslendinga sem stunda nám og störf innan Evrópu eða njóta þar efri áranna. Orkupakkinn er hluti af þeirri heild...

Gulli utanríkis er feiti þjóninn úr sögu Laxness sem mærir ,,einfaldað líf Íslendinga" og þakkar fyrir að útlendingar setji okkur lífsreglurnar.


Bloggfærslur 19. apríl 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband