Vinstriútgáfan Kjarninn tapar 47 milljónum - rukkar ríkið

Í grein Sig­urðar Más er farið yfir rekstr­ar­tölur Kjarn­ans á árunum 2014 og út árið 2017. Þar greinir hann rétti­lega frá því að sam­an­lagt tap á þessum fjórum árum hafi verið 47 millj­ónir króna.

Ofanritað er játning ritstjóra Kjarnans, Þórðar Snæs Júlíussonar, á stórfelldu tapi vinstriútgáfunnar.

Þórður Snær er ósáttur við að Sigurður Már Jónsson blaðamaður tekur Kjarnann til bæna í Þjóðmálum.

Vellauðugir vinstrimenn halda úti Kjarnanum til að herja á stjórnmálamenn á hægri kanti stjórnmálanna, t.d. Hönnu Birnu, Sigmund Davíð og Sigríði Andersen.

Þórður Snær ritstjóri er einn ákafasti talsmaður þess að ríkið fjármagni einkarekna fjölmiðla. Líklega eru Panama-Þorsteinn og vinstriauðmennirnir þreyttir á taprekstrinum og seilast þess vegna í vasa almennings. Gömul saga og ný.


ESB-sinni játar ósigur í OP3-umræðunni

Tvær öruggar vísbendingar um málefnalegt gjaldþrot eru þegar umræðan er persónugerð, farið í manninn en ekki boltann, annars vegar og hins vegar þegar ýkjur eru orðnar svo stórkostlegar að þær verða hlægilegar.

Ritstjóri Fréttablaðsins er ESB-sinni. Hann líður önn fyrir hve illa er komið fyrir umræðunni um 3. orkupakkann og segir andstæðingana ,,athyglissjúka". Í lok leiðarans koma ýkjurnar: ef við samþykkjum ekki orkupakkann fáum við hvorki kaffi né bíla frá útlöndum.

Takk, Kristín Þorsteinsdóttir, að veita okkur innsýn í stöðumat ESB-sinna.

Í viðtengdri frétt er sagt frá ályktun sveitarstjórnarmanna í Skagafirði. Þeir mæla gegn samþykkt orkupakkans. Þetta er ein afleiðing umræðu síðustu mánaða, sem sýnir æ betur að fólki finnst óheppilegt að framselja til Brussel forræðinu í raforkumálum.

En þótt fylgismenn orkupakkans sitja uppi með gjörtapaða stöðu í umræðunni er ekki að sjá bilbug á ríkisstjórnarflokkunum, sem ætla sér að knýja í gegn samþykkt á alþingi.

Það er verulega slæmt fordæmi þegar stjórnvöld lýsa þjóðarfélagsumræðuna ómarktæka. Stjórnvöld sem þannig haga sér segja skilið við umbjóðendur sína. Og það er ekki vel gott í samfélagi sem kennir sig við lýðræði.


mbl.is Vilja undanþágu frá orkupakkanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. apríl 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband