Trump og máttur einstaklingsins

Trump var sæmilegur auðmaður og þokkalega þekkt sjónvarpsstjarna þegar hann ákvað að sækjast eftir embætti forseta Bandaríkjanna. Þó nokkrir Ameríkumenn eru loðnir um lófana og slatti þekktur í sjónvarpi. Fæstir verða forsetar.

Hvers vegna Trump?

Tvær meginkenningar eru um einstaklinga og sögulega þróun. Í fyrsta lagi að stórir einstaklingar móti söguna. Alexander mikli, Sesar, Ágústus, Jesú, Múhameð spámaður, Djengis Kahn, Martin Lúther, Karl Marx, Darwin, Lincoln, Lenín, Hitler og Stalín og fáeinir aðrir marka djúp spor í söguna. En hefði sagan orðið önnur ef þeirra hefði ekki notið?

Í öðru lagi er kenningin um að sögulegar aðstæður leiði einstaklinga til áhrifa og valda sem svara kalli tímans. Samkvæmt þessari kenningu eru persónur leiksoppar örlaganna - sögunnar - en ekki gerendur.

Stórvirki skáldskapar s.s. Ilíonskviða og Biblían gefa til kynna að sögupersónur séu þrælar frásagnar án dauðlegs höfundar.

En hvað með Trump? Hann er ekki goðsögn heldur lifandi maður af holdi og blóði - þó ekki í mörg ár enn. Er karlinn dæmi um mátt einstaklingsins að skapa söguna? Eða er hann verkfæri afla sem engir dauðlegir ráða við?

Þegar stórt er spurt hlýtur svarið að vera einfalt. Til dæmis þetta: Trump er réttur maður á réttum stað á réttum tíma.

 

 


mbl.is Vilja kæra Trump fyrir embættisbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég-veit-ekki, ég-skil-ekki þingflokkurinn

ESB bjó til orkusamband (energy union) árið 2015 á grunni orkupakka 1-3, sem höfðu verið samþykktir frá árinu 2005 þegar orkustefna ESB var mótuð. Þriðji orkupakkinn, sem er til umræðu á alþingi Íslendinga, var samþykktur af ESB árið 2009

Samandregið: á tíu ára tímabili, 2005 til 2015, verður fyrst til sameiginleg orkustefna ESB og síðan orkusamband.

Ef Ísland samþykkir 3. orkupakka ESB verðum við hluti af orkusambandi ESB. Yfirlýst markmið orkusambandsins er eitt orkunet fyrir öll aðildarríkin. Það á að útrýma orkueyjum. Ef Ísland verður aðili að orkusambandi ESB er það ekki spurning hvort heldur hvenær sæstrengur veriður lagður til Evrópu. Sæstrengurinn hefur í för með sér að við glötum kostum þess að eiga og stjórna okkar rafmagni.

Allir læsir skilja út að hvað orkusamband ESB gengur. En, óvart, þá er heill þingflokkur á Fróni sem harðneitar að skilja. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins koma fram í halarófu á síðum Morgunblaðsins og segja allir það sama: ég-skil-ekki, ég-veit-ekki út á hvað orkusamband ESB gengur.

Þingmennirnir vilja að þjóðin tileinki sér valkvæða heimsku og fallist á 3. orkupakka ESB. Sjaldan hafa jafn fáir gert jafn mörgum hættulegan grikk. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru ekki á vetur setjandi. 


Bloggfærslur 20. apríl 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband