WOW-Akureyri

Skúli Mogensen leitar hófanna með að endurreisa gjaldþrota WOW á Akureyri á nýrri kennitölu.

Sniðugur leikur, myndu markaðsfræðingar segja. Setja pressu á að Akureyri verði fullgildur millilandaflugvöllur.

Ef Eyfirðingar bíta ekki á agnið má alltaf reyna Ísafjörð. 


mbl.is Skúli fundaði með KEA-hótelum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþingi , yfirlýsingin og glæpurinn

Þjóðin vill halda forræði yfir náttúruauðlindum sínum, fiskimiðum og raforku. Náttúruauðlindirnar gera Ísland byggilegt. Yfirráðin yfir auðlindum skipta sköpum um hvernig sambúð okkar er háttað innbyrðis í einn stað og í annan stað hefur áhrif á samskipti okkar við aðrar þjóðir.

Án yfirráða yfir auðlindum verða stjórnmálin ómerkilegri. Ef ákvarðanir í útlöndum skipta meira máli en ákvarðanir teknar hér heima verður tilgangslausara að láta sig varða opinber málefni. Valdið til að hafa áhrif á samfélagið er farið úr landi.

Án yfirráða yfir auðlindum verðum við undirgefnari í alþjóðasamfélaginu. Þjóð sem gefur frá sér forræði mikilvægra málaflokka er komin í hlutverk niðursetnings, sem minna er tekið mark á en áður.

Ef við gefum frá okkur yfirvaldið yfir raforkunni með innleiðingu 3. orkupakka Evrópusambandsins er komið fordæmi fyrir því að framselja til útlanda vald yfir náttúruauðlindum okkar. Sá sem heldur að það fordæmi verði ekki nýtt er einfeldningur.   

Ef 3. orkupakki ESB verður samþykktur á alþingi jafngildir það yfirlýsingu þingheims að Íslendingar eru of ómerkilegir til að fara með forræði eigin mála. Hvað glæp frömdum við kjósendur til að verðskulda slíka yfirlýsingu?


Bloggfærslur 13. apríl 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband