Þórdís; Ísland getur ekki, ESB bjargar okkur

Þórdís iðnaðarráðherra með mörgu nöfnin segir í viðtali á útvarpsstöð að Íslendingar kunni ekki að umgangast raforkumál, kunni ekki samkeppni og geti ekki sett reglur um auðlindir landsins.

En, segir Þórdís, ESB kann og getur.

Er ekki tímabært að Þórdís hætti ráðherradómi og leiti sér að starfi í Brussel?

 


Gulli, fjölskyldan og orkupakkinn

Þriðji orkupakki ESB gerir alla virkjunarkosti á Íslandi arðbærari en áður og eykur þar með líkur á þeir verði nýttir. Eiginkona Gulla utanríkis á jörð á virkjunarsvæði sem myndi margfaldast í verði yrði af framkvæmdum. Gulli skrifar á Facebook:

Von­andi eru all­ar hug­mynd­ir um þessa virkj­un út af borðinu um alla framtíð. Um það erum við fjöl­skyld­an öll sam­mála.

En um leið og Gulli skrifar þessi orð hamast hann við að koma 3. orkupakka ESB í gegnum alþingi. Orkupakkinn gerir Ísland hluta af orkustefnu Evrópusambandsins. Í framhaldi aukast líkur á að ónýttir virkjunarkostir komist á framkvæmdastig.

Hvort eigum við að trúa orðum Gulla eða athöfnum?


mbl.is „Ber vitni um málefnafátækt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. apríl 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband