Guðmundur Andri og valdefling reiðinnar

Reiðin er vopn í stjórnmálum, það vita samfylkingarmenn upp á hár. Reiðinni var beitt miskunnarlaust af vinstrimönnum eftir hrun. Útgerðamenn, landsbyggðin, Sigmundur Davíð, Hanna Birna og nú síðast Sigríður Andersen urðu fyrir barðinu á skipulögðum reiðiköstum.

En nú finnst Guðmundi Andra þingmanni Samfylkingar nóg komið, Reiðiköstum í þágu valdeflingar pólitískra sjónarmiða verður að linna.

Guðmundur Andri fann á eigin skinni reiðikast samborgara. Samkvæmt greiningu þingmannsins hefst reiðin á netmiðlum og flýtur þaðan inn á daglegan vettvang, s.s. í stórmarkaði.

Ef tilgáta Guðmundar Andra er rétt ber þeir mesta ábyrgð sem stunda gífuryrði á netinu. Ekki þarf flókna textafræðirannsókn til að leiða í ljós að fáir komast þar með tærnar sem valinkunnir vinstrimenn eru með hælana - og er þá ekki átt við tjaldhæla. 


mbl.is Kallaði þingmann „Samfylkingardrullu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umsóknin, pakkinn og fiktið við fullveldið

ESB-umsókn Samfylkingar var sett í skúffu áramótin 2012/2013. Embættismenn héldu þó áfram að þvæla Íslandi í net ESB og þar leikur EES-samningurinn lykilhlutverk. Þriðji orkupakkinn er hluti af ferli skuggastjórnenda, bandalags embættismanna og peningamanna, sem telja forræði íslenskra mála betur komið í Brussel en Reykjavík. 

Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri á Sauðárkróki veit hvernig fjármálamenn hugsa. Embættismenn segja orkupakki og peningamenn heyra sæstrengur. Þórólfur varar við bandalaginu og kallar ,,fikt" við sæstreng hættuspil.

Embættismenn og fjárfestar leika sér að ístöðulitlum stjórnmálamönnum. Þórdís iðnaðarráðherra talar samfóísku þegar hún segir Ísland þurfa bjargráð frá Brussel. Ísland er ónýtt, sagði Samfylking, og vildi fullveldið feigt. Þórdís fetar sömu slóð.

Þeir sem börðust gegn ESB-umsókn Samfylkingar láta ekki skuggastjórnendur komast upp með að taka völdin og framfylgja stefnu ESB-sinna.

Ráðherrar og þingmenn sem selja fjöregg þjóðarinnar í hendur skuggastjórnenda verða krafðir reikingsskila gjörða sinna. Í stríðinu um fullveldið er hálfvelgja ekki samþykkt.

 

 

 

 


mbl.is Gagnrýnir þjóðarsjóðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. apríl 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband