Bankastjóri: íslenska bankakerfið virkar

Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku fjárfestingabanka, er ungur að árum og man þó tímana tvenna í bankarekstri. Hann er einn af hrunstrákunum sem keyrðu alla íslenska banka í þrot haustið 2008,

Ármann telur íslenska bankakerfið virka þótt hann fari krókaleiðir að viðurkenna það. Samkvæmt frétt RÚV gagnrýnir stjórinn rekstarumhverfið en segir svo: ,,þrátt fyrir að rekstrarumhverfi bankans sé að mörgu leyti krefjandi um þessar mundir hefur rekstur hans gengið í samræmi við áætlanir."

Á útrásarárum fór bankar sínu fram. Áætlanir stóðust ekki, enda byggðar á ýkjum ef ekki beinum lygum, samanber Al Thani-málið. Núna aftur standast áætlanir og enginn bankanna á leið í gjaldþrot. 


Falli Trump, falla Bandaríkin

Peningagreiðslur til að þagga niður í ástarmálum Bandaríkjaforseta leiða ekki til ákæru og embættismissi. Bill Clinton stundaði kynlíf með lærlingi í Hvíta húsinu og komst upp með það.

Aftur yrði það Trump að falli ef á hann sannast landráð. Óopinber ákæra pólitískra andstæðinga forsetans er að Trump hafi framið landráð með samstarfi við Rússland um að tryggja sér sigur í forsetakosningunum 2016.

Yfirvegaðir stjórnmálaskýrendur, t.d. Jack Matlock, fyrrum sendiherra Bandaríkjanna í Sovétríkjunum, benda á hliðstæður falls Sovétríkjanna fyrir 30 árum og umræðunnar í Bandaríkjunum.

Leyniþjónusta Sovétríkjanna, KGB, kenndi vesturveldunum um pólitísku ókyrrðina sem leiddi til upplausnar og endaloka ríkisins. Að breyttu breytanda stunda bandarískar leyniþjónustur, CIA og FBI, sama leikinn gagnvart Bandaríkjunum: það er Rússum að kenna að Trump varð forseti.

Í báðum tilfellum, KGB annars vegar og hins vegar CIA/FBI, eru leyniþjónustur í samstarfi við ráðandi öfl sem eru úr tengslum við veruleikann, Kommúnistaflokk Sovétríkjanna og Demókrata í Bandaríkjunum.

Sovétríkin féllu vegna þess að almenningur í lýðveldunum var búinn að fá nóg af ráðandi öflum; Trump var kjörinn forseti af almenningi sem vill gagngera uppstokkun á kerfi sem þjónaði almannahagsmunum illa.

Löngu áður en ástarmál Trump verða að landráðum, sem leiða til ákæru og embættismissis, munu nægilega margir pólitískir andstæðingar forsetans átta sig á að falsrökin sem gætu fellt Trump færu óðara í endurvinnslu og yrði beitt á eftirmann hans - hver svo sem hann yrði.

Pólitískir andstæðingar Trump vita, a.n.k. sumir hverjir, að aðferðirnar til að velja og afsetja stjórnvald eru það sem aðskilur lýðræði og annað miður geðþekkara stjórnarfyrirkomulag.

Þess vegna verður Trump ekki ákærður til embættismissis.


mbl.is Segir þagnargreiðslurnar ekki ólöglegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV krefst afsagnar Trump

Fyrsta frétt RÚV-Sjónvarps í kvöld krafðist afsagnar Trump Bandaríkjaforseta. Um 7 mín. frétt, heil eilífð í sjónvarpi, með viðtölum við pólitíska andstæðinga Trump, bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi, gerði ítarlega grein fyrir pólitískum ákærum RÚV á hendur forsetanum.

Trump hlýtur að skjálfa á beinunum í Hvíta húsinu eftir skæðadrífuna frá Efstaleiti.

Íslenskum áhorfendum hlýtur þó að leiðast að Pútín Rússlandsforseti kom hvergi nærri, aðeins tvær konur sem fengu greitt fyrir að þegja um samband sitt við glókoll. Þær eru ótaldar fréttirnar sem RÚV hefur flutt okkur um að Pútín hafi tryggt Trump sigurinn 2016.

En kannski kemur framhaldsfrétt um Sigmund Davíð, afsakið, Trump, sem klárar dæmið og segir ástkonur Trump rússneska njósnara.


mbl.is Eru vandræði Donalds Trump að aukast?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Facebook, hatur og sjálfhverfa fjölmiðla

Hatur var til í heiminum áður en Facebook kom til sögunnar, svona ef einhverjir skyldu halda annað. Hvorki Hitler, Stalín né Pol Pot nýttu sér Facebook en skildu samt eftir sig slóð manndrápa og óhæfuverka.

Kjarninn í frétt mbl.is, sem er endursögn á grein í New York Times, er eftirfarandi:

En í hinum raun­veru­lega heimi þá vel­ur fólk sjálft á hvern það hlust­ar og hverja það vel­ur að hunsa. Fag­leg­ir hliðverðir, svo sem leiðara­höf­und­ar eða for­menn stjórn­mála­flokka ráða því hvaða skoðunum er haldið á lofti. En Face­book virðir slíkt að vett­ugi.

Jú, Facebook í þessu skilningi lýðræðisvæðir. Hver og einn getur orðið fjölmiðill, ekki aðeins forréttindastéttir.

Falsfréttir voru til fyrir daga Facebook. Til dæmis fréttin frá 1964 um að ung kona var drepin í New York og 38 stóðu aðgerðalausir hjá. Sú frétt varð að háskólatexta um kaldlyndi íbúa stórborga.

Fréttin var fals. Og New York Times bjó til falsfréttina.


mbl.is Kyndir Facebook undir andúð?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðærinu lokið, þrjár afleiðingar

Fasteignamarkaðurinn kólnar, ferðamönnum fækkar og einkaneysla hægir á sér. Flugfélögin standa frammi fyrir rekstrarvanda og eftirspurn eftir vinnuafli minnkar. Með öðrum orðum: góðærinu er lokið.

Afleiðingarnar verða þríþættar. Í fyrsta lagi verður ríkissjóður að endurskoða útgjöld til að mæta minni skatttekjum en áætlað var. Í öðru lagi ráða fyrirtækin til sín færra fólk, einhver eru ofmönnuð og verða að grípa til uppsagna.

Þriðja afleiðingin verður að umræðan snýst ekki lengur um að sækja kjarabætur heldur verja þær sem þegar eru fengnar.

 


mbl.is Hægir á sölu lúxusíbúða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Machiavelli og #metoo

En menn þurfa að kunna að breiða fagra blæju yfir refsskap sinn, og að ná leikni í hræsni og falsi. Það er alltaf nóg af þeim sem eru svo einfaldir og háðir áhrifum líðandi stundar, að sá sem vill blekkja finnur alltaf einhvern sem lætur blekkjast.

Niccoló Machiavelli, Furstinn, 1532, 18di kafli.


mbl.is Argento „særð og í áfalli“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvö málgögn sósíalista - já, íslensk

Kvennablaðið og Miðjan eru samstilltar netútgáfur Sósíalistaflokksins. Formaðurinn, Gunnar Smári Egilsson, skrifar heróp um að auðvaldið sé allt lifandi að drepa og bylting sé handan við hornið.

Kl. 13:10 birtist fagnaðarerindið á Miðjunni

Kl. 13:40 endurbirtir Kvennablaðið 

Öreigar allra landa sameinist!


Norskt ráðherravald yfir Íslandi

,,Vinnuheimsókn" norska utanríkisráherrans, Ine Marie Erik­sen Sørei­de, til Íslands þjónaði þeim eina tilgangi að leggja línurnar um það hvernig Íslendingar ættu að gefa eftir fullveldið til Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn.

Þekktir ESB-sinnar hér á landi, t.d. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, vilja ekki kalla ,,vinnuheimsóknina" þrýsting enda þurfa þeir ekki hvatningu til að sjá Brusselroðann í austri.

Verra er að utanríkisráðherra Íslands, sjálfstæðismaðurinn Guðlaugur Þór, er orðinn handbendi erlendra hagsmuna. Sjálfstæðisflokkurinn fær ekki atkvæði til að framselja fullveldið til Brussel.


Norski ráðherrann viðurkennir þrýsting á íslensk stjórnvöld

Utanríkisráðherra Noregs, Ine Marie Erik­sen Sørei­de, viðurkennir berum orðum að þrýsta á Ísland að taka upp orkupakka ESB, sem veitir Evrópusambandinu íhlutunarrétt í raforkumál okkar. Hún segir í viðtali:

  Það er mik­il­vægt fyr­ir mig að koma því á fram­færi að norska Stórþingið hef­ur samþykkt þessa til­skip­un.

Þetta heitir að beita þrýstingi. Íslendingar vissu vel að Norðmenn samþykktu orkupakkann. Algjör óþarfi var fyrir ráðherrann að koma hingað í ,,vinnuferð" nema til að þrýsta á íslensk stjórnvöld.

Norskir stjórnmálamenn, ólíkt þeim íslensku, segja hlutina hreint út: Norsk stjórnvöld beita Íslandi þrýstingi til að Evrópusambandið fái valdheimildir yfir raforkumálum Íslands og Noregs.


mbl.is Segir meintan þrýsting ýkjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pogba gjaldfellir Móra

Aðall José Mour­in­ho knattspyrnustjóra Manchester United er að hann kann að veita leikmönnum innblástur. Mour­in­ho gerði meðallið, Porto og Inter, stærri en þau voru með fortölum.

Þegar nýkrýndur heimsmeistari, Paul Pogba, segir hugarfarið ekki gott í herbúðum United kennir hann Mourinho um, án þess að segja það beint.

Sá portúgalski verður farinn frá United löngu fyrir jól. Nema, auðvitað að liðið sitji í fyrsta sæti deildarinnar. 


mbl.is Pogba segir hugarfar leikmanna ekki gott
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband