Falsfréttir og frjáls vilji

Viđ eru ekki frjáls gerđa okkar en lifum ţó í ţeirri blekkingu, sem auđveldar ađgang falsfrétta ađ vitund okkar og fćr okkur ađ trúa falsinu. Á ţessa lund virđast rök metsöluhöfundarins Yuval Noah Harari.

Samţćtting líf- og upplýsingatćkni gerir okkur varnarlaus gagnvart falsfréttum vegna ţess ađ ţćr eru sérsniđnar ađ sjálfsímynd hvers og eins.

Frjáls vilji er lykilhugtak í ţessari umrćđu. Viđ ţykjumst vita ađ frjáls vilji sé til. Mađur velur sér ristađ brauđ eđa morgunkorn, ţađ er frjáls vilji í verki. Á hinn bóginn getum ađ ađeins valiđ milli kosta sem viđ vitum um. 

Í kjörklefanum eru takmarkađir valkostir. Viđ merkjum ekki viđ frambođslista sem ekki er á kjörseđlinum.

Falsfréttir geta taliđ okkur trú um ađ fćrri eđa fleiri kostir séu í bođi og ţannig haft áhrif á möguleika okkar til ađ iđka frjálsan vilja. En falsfréttir knýja okkur ekki ađ taka ţennan eđa hinn kostinn. Viđ tökum sjálf ákvörđun. Til ţess ţarf dómgreind. Falsfréttir taka ekki hana frá okkur. En viđ ţurfum ađ halda dómgreindinni í ćfingu međ ţví ađ beita henni. Annars slćvist hún.

Sljó dómgreind leggur trúnađ á falsfréttir. Ţađ eru ekki ný sannindi. 


Bloggfćrslur 6. ágúst 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband