Samfélagsmiðlar: vettvangur eða útgefendur?

Samfélagsmiðlar eins og Facebook og Twitter ritstýra í vaxandi mæli efni sem birtist á vettvangi þeirra. Til skamms tíma sögðust samfélagsmiðlar ekki vera útgefendur heldur vettvangur fyrir hugmyndir og frjálsa orðræðu.

Efni sem einum hugnast er öðrum ógeðfellt, eins og gengur. Ritstýring samfélagsmiðla á orðræðu sem þar er að finna þýðir að samfélagsmiðlar ákveða sjálfir hvað er við hæfi og hvað ekki. Þetta hafa dagblöð, tímarit og aðrir fjölmiðlar gert í áratugi.

En með því að taka upp ritstýringu eru samfélagsmiðlar ekki lengur vettvangur heldur  útgefendur. Og eins og aðrir fjölmiðlar bera þeir ritstjórnarlega ábyrgð á innihaldinu. Um útgefendur gildir strangari löggjöf en opinn vettvang. Faglegar og siðferðilegar kröfur eru einnig beinskeyttari.

Samfélagsmiðlar geta ekki bæði sleppt og haldið, þóst vera opinn vettvangur en samt ritstýra innihaldinu.


Fjölmiðlafasismi

30 manna ,,fjöldafundur" hægriöfgamanna er stórfrétt vegna þess að fjölmiðlar bjuggu til væntingar um að fasismi/kynþáttahyggja sé vaxandi.

Fjölmiðlaöfgar, að sjá fasisma og kynþátthatur í hverju horni, er tilbúningur frjálslyndra vinstrimanna sem geta ekki á sér heilum tekið eftir Brexit og sigur Trump.

Fjölmiðlafasisminn er öfgaviðbrögð við pólitískri þróun sem ekki er ráðandi öflum að skapi.

 


mbl.is Mótmælendur fjölmennari þátttakendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Boris fær stuðning í búrkustríðinu

Fyrrum utanríkisráðherra Bretlands, Boris Johnson, hratt úr vör umræðu um klæðaburð múslímakvenna og fékk ágjöf til að byrja með fyrir að hæðast að trúarmenningu íslam.

En svo gerðist það að bæði múslímakonur tóku undir orð Borisar og kirkjunnar þjónar tóku undir málflutninginn. Í stað þess að fordæma ráðherrann fyrrverandi og mögulegan leiðtoga Íhaldsflokksins ætti að ganga skrefinu lengra og banna búrkur, var viðkvæðið. 

Búrkur eru í senn trúartákn og um leið tákn kvennakúgunar íslam. Frjálslynd vesturlönd hafa hingað til umborið búrkur, nema Danir sem bönnuðu þær, en þar kann að verða breyting á. 


Bloggfærslur 13. ágúst 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband