Verndarhægri og frjáls viðskipti

Til skamms tíma voru frjáls viðskipti hornsteinn hægrimanna. Ekki lengur, skrifar Jeremy Warner í Telegraph. 

Verndarstefnu Trump er kennt um, eða þakkað fyrir, að hægripólitík er ekki lengur annað orð yfir viðskiptahagsmuni.

Sígild hægripólitík, íhaldsstefna, snýst ekki um viðskiptahagsmuni. Grunnstefið var verndarstefna gegn róttækni frönsku byltingarinnar.

Hægripólitík er í hamskiptum, þar er umræðan.


Hagkerfið kólnar - minna til skiptanna

Bankar þjónusta atvinnulífið og samdráttur þar veit á minni umsvif í hagkerfinu. Það þýðir að minna sé til skiptanna milli fjármagns og launa.

Í upptakti kjaraviðræðna næsta vetur verður æ skýrara að samningar munu snúast um að verja áunninn kaupmátt síðustu ára.

Verkalýðshreyfingin verður að sýna að hún þekki sinn vitjunartíma.


mbl.is Minni hagnaður bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. ágúst 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband