Ákćruvaldiđ á samfélagsmiđlum

Ríkissaksóknari fer međ opinbert ákćruvald. Í vaxandi mćli framselur ríkissaksóknari ákvarđanir sínar í hendur samfélagsmiđla.

Starfsmenn ríkissaksóknara láta fréttast ađ ţeir séu óánćgđir međ tiltekna niđurstöđu dómstóla. Í framhaldi verđa umrćđur á samfélagsmiđlum um ađ ţetta og hitt sé ótćkt.

Í ljósi umrćđunnar tekur embćtti ríkissaksóknara ákvörđum um hvort skuli áfrýja eđa una dómi.

Ţađ liggur í augum uppi ađ ţessi ţróun er ótćk fyrir réttarríkiđ. Ţegar ríkissaksóknari framselur ákćruvaldiđ til samfélagsmiđla er fjandinn laus. Viđ búum ekki lengur í réttarríki heldur múgrćđi.

Ef einhverjir fullorđnir starfa enn hjá embćtti ríkissaksóknara ćttu ţeir ađ grípa í taumana áđur en ţađ verđur um seinan. Ef ţađ eru ađeins samfélagsmiđlafígúrur sem starfa hjá embćttinu á ađ leggja ţađ niđur.


mbl.is Ákćruvaldiđ áfrýjar til Landsréttar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Verđur samiđ um kaupLĆKKUN í vetur?

Tiltrúin á íslensku atvinnulífi er í lćgđ, allar tölur rauđar í kauphöllinni síđustu daga. Fasteignaverđ stendur í stađ eđa lćkkar sem undirstrikar litla trú á framhaldi hagvaxtar síđustu ára.

Atvinnulífiđ skapar ţau verđmćti sem eru til skiptanna milli fjármagns og launa. Ef minna er til skipanna fá allir minna, bćđi fjármagnseigendur og launţegar.

Engar launahćkkanir standa til bođa í vetur. Ţađ myndi teljast gott ađ halda launum í horfinu.

Svo geta menn, auđvitađ, fariđ í verkföll til ađ tryggja sér kauplćkkun. Verkföll skapa engin verđmćti.


mbl.is Skörp lćkkun Icelandair í kauphöllinni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Stjórna Rússar Bandaríkjunum í gegnum Facebook?

Frjálslyndir vinstrimenn í Bandaríkjunum trúa ađ Rússar gerđu útslagiđ í forsetakosningunum og tryggđu kjör Trump međ falsfréttum á samfélagsmiđlum. Sami tónn er sleginn fyrir ţingkosningarnar ţar í landi. 

Til ađ trúa stađhćfingunni ţarf mađur fyrst ađ samţykkja ţá forsendu ađ Facebook og ađrir samfélagsmiđlar skipti sköpum í kosningum. Ţađ er einfaldlega ólíklegt.

Á árdögum sjónvarpsins var uppi svipuđ kenning, ađ sjónvarpiđ vćri mesti áhrifavaldurinn í kosningum. Kennedy var sagđur sigra Nixon vegna sjónvarpseinvígis sem ţeir háđu 1960.

Sjónvarpiđ, ólíkt samfélagsmiđlum, er ritstýrđur miđill. Samfélagsmiđlar eru almannavettvangur, stafrćnt fundartorg ţar sem milljónir taka til máls.

Sjónvarp var tiltölulega nýr miđill fyrir hálfri öld, líkt og samfélagsmiđlar eru í dag. Freistandi er ađ búa til samsćriskenningar um áhrifamátt ţeirra.

Vestur í Bandaríkjunum kaupa ekki allir vinstrimenn kenninguna um mátt Rússa. Sósíalistinn Seth Ackerman segir ađ ţráhyggjan muni enda í tárum. Íhaldsmađurinn Buchanan vekur athygli á hve Rússland er í raun lítil ógn viđ Bandaríkin.

En ţeir sem stjórna Facebook verđa ađ sýnast líta máliđ alvarlegum augum. Og loka nokkrum síđum sem fáir fylgdust međ.

 


mbl.is Facebook hendir út falsađgöngum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 1. ágúst 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband