Dó út vegna leti - ekki nægjusemi

Tegundin sem við tilheyrum, homo sapiens, er talin koma fram fyrir um 200 þúsund árum. Aðrar tegundir, sem deildu sameiginlegum forföður, dóu út. Ein þeirra er upprétti maðurinn, homo erectus. Tilgáta er sett fram að leti varð tegundinni að aldurtila.

Ástralskir fornleifafræðingar grófu í búsetusvæði homo erectus á Arabíuskaga á eldri steinöld. Tegundin kunni til verka að smíða sér áhöld en notaði óhentugt grjót. Skammt frá búsetusvæðinu var hægt að sækja sér gott grjót í steinverkfæri en íbúarnir hirtu ekki um það heldur notuðu það sem hendi var næst.

Homo sapiens og Neandertalsmaðurinn sóttu sér smíðaefni langar leiðir. Tilgáta áströlsku vísindamannanna er að upprétti maðurinn dó út vegna leti.

Annað orð yfir leti er nægjusemi. En tilgáta um að nægjusemi leiði til útrýmingar hljómar ekki nógu vel í eyrum homo sapiens.

 


Pútín fyrirsjáanlegur, Trump ekki

Pútín Rússlandsforseti hitti Merkel kanslara Þýskalands í gær á óformlegum vinnufundi. Enginn blaðamannafundur var haldinn eftir fundinn en endursögn þýskra fjölmiðla á þriggja klst. samræðum leiðtoganna er í stikkorðum: Sýrland, Úkraína, Íran og gasleiðsla frá Rússlandi til Þýskalands.

Það á að heita svo að ESB-ríki beiti Rússland efnahagsþvingunum vegna innlimunar Krímskaga. En þrátt fyrir það jukust viðskipti Þýskalands og Rússlands um 22 prósent á liðnu ári.

Í forsetatíð Obama í Bandaríkjunum reyndu vesturveldin að einangra Rússland. Trump reyndi að bæta samskiptin en er haldið aftur af frjálslyndum öflum í Bandaríkjunum sem ala á kaldastríðsótta. Trump fór þá leið að að efna til viðskiptastríðs við Evrópusambandsins, sem hann sakar um að leika tveim skjöldum: láta Bandaríkin borga fyrir varnir Evrópu gagnvart Rússum en stunda viðskipti við Rússland og gera sig háða orku þaðan, sbr. gasleiðsluna.

Leiðtogar í Evrópu treysta ekki Trump, sem er óhefðbundinn stjórnmálamaður. Pútín aftur er fyrirsjáanlegur.

Pútín kom hálfri klukkustund of seint á fundinn með Merkel. Hann tafðist í brúðkaupi austurríska utanríkisráðherrans. Þjóðverjum er umhugað um stundvísi en fyrirgefa þeim rússneska þá vangá. Pútín kemur kannski seint en hann eyðileggur ekki veisluna, líkt og Trump á til að gera.  


Bloggfærslur 19. ágúst 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband