Einelti og dýrahald í ráðhúsinu

Héraðsdómur ógilti áminningar embættismanns í ráðhúsi Reykjavíkur með þessum orðum:

Um þá skil­yrðis­lausu hlýðni sem skrif­stofu­stjór­inn virðist ætla af stefn­anda verður sagt það eitt að þrátt fyr­ir stjórn­un­ar­rétt ann­ars og hlýðniskyldu hins eru und­ir­menn ekki dýr í hring­leika­húsi yf­ir­manna sinna.

Borgarritari segir núna á RÚV að dómurinn snúist ,,ekki um einelti".

Hmm. Snýst dómurinn þá um dýrahald í ráðhúsinu?


mbl.is Stríð milli stjórnsýslu og kjörins fulltrúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trójuhesturinn, fullveldið og Sjálfstæðisflokkurinn

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins vakti athygli í vor á þeirri staðreynd að Evrópusambandið reynir jafnt og þétt að útvíkka EES-samninginn og græfi þar með undan fullveldi okkar.

Evrópusambandið reynir núna að fá íhlutunarrétt í virkjanamál Íslendinga, með svokölluðum orkupakka ESB. Valdhafarnir í Brussel segjast aðeins ætla að grípa inn í fullveldisrétt okkar ef ágreiningur rís um ráðstöfun orkunnar. Í reynd getur ESB búið til ágreining hvenær sem vill og í framhaldi bæði ákært og dæmt um íslensk málefni.

EES-samningurinn var upphaflega gerður fyrir þau ríki sem voru á leið inn í Evrópusambandið. Þótt fyrir liggi að hvorki Ísland né Noregur, sem eru meginaðilar samningsins á móti ESB, eru á leið inn í sambandið er ekkert gert til að breyta samningnum til samræmis. Þvert á móti er stöðugt reynt að færa valdheimildir frá Íslandi og Noregi til ESB.

Embættismenn í Brussel nota EES-samningin í reynd til að hola að innan fullveldi Íslands. EES-samningurinn er Trójuhestur Brusselvaldsins innan borgarmúra Íslands.

Forysta Sjálfstæðisflokksins flýtur að feigðarósi með fullveldið á meðan EES-samningurinn fær að bólgna út og yfirtaka stöðugt fleiri innanríkismál Íslands. 

Tillaga Styrmis Gunnarssonar um félag fullveldissinna innan Sjálfstæðisflokksins segir sína sögu. Það þarf að spyrna við fótum.


mbl.is Sjálfstæðisfélag um fullveldismál tímabært?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagblöð staðfesta samsæri gegn Trump

Óvægin gagnrýni Trump á dagblöð og fréttastofur er til marks um að handhafi formlegs valds, forsetinn, telur illa farið með óformlegt vald - þ.e. fjölmiðlavald. Trump hefur nokkuð til síns máls.

Fjölmiðlar hafa t.d. ranglega haldið því fram að Rússar, Pútín forseti sérstaklega, hafi tryggt forsetakjör Trump 2016. Engar sannanir hafa verið lagðar fram, aðeins ásakanir af pólitískum andstæðingum Trump. Fjölmiðlar endurtaka þessar ásakanir nógu oft til að gera þær trúverðugar. Falsfréttir verða ekki sannar með endurtekningu, ekki frekar en lygi.

Nú þegar dagblöð taka sig saman um að birta leiðara til að mótmæla Trump staðfesta dagblöðin gagnrýni forsetans. Það eru samantekin ráð í fjölmiðlum að gagnrýna forsetann og sýna hann í neikvæðu ljósi.

Fjölmiðlar og Trump eru í samkeppni um hvaða frásögn sé rétt af stöðu mála í bandarísku samfélagi. Trump leggur áherslu á meiri hagsæld, minna atvinnuleysi og meiri hagvöxt. Fjölmiðlar bregða upp annarri mynd; að forsetinn ali á sundrungu, bæði heima og á alþjóðavettvangi, og að Bandaríkin séu verr sett en áður.

Skipulögð aðför að orðspori forsetans á leiðarasíðum yfir 100 dagblaða sýnir að ritstjórnir þessara fjölmiðla eru komnar á kaf í pólitík. Við það verður fréttaflutningur fjölmiðlanna ótrúverðugur, svo vægt sé til orða tekið. 


mbl.is Yfir hundrað leiðarar gegn Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. ágúst 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband