Norski ráðherrann viðurkennir þrýsting á íslensk stjórnvöld

Utanríkisráðherra Noregs, Ine Marie Erik­sen Sørei­de, viðurkennir berum orðum að þrýsta á Ísland að taka upp orkupakka ESB, sem veitir Evrópusambandinu íhlutunarrétt í raforkumál okkar. Hún segir í viðtali:

  Það er mik­il­vægt fyr­ir mig að koma því á fram­færi að norska Stórþingið hef­ur samþykkt þessa til­skip­un.

Þetta heitir að beita þrýstingi. Íslendingar vissu vel að Norðmenn samþykktu orkupakkann. Algjör óþarfi var fyrir ráðherrann að koma hingað í ,,vinnuferð" nema til að þrýsta á íslensk stjórnvöld.

Norskir stjórnmálamenn, ólíkt þeim íslensku, segja hlutina hreint út: Norsk stjórnvöld beita Íslandi þrýstingi til að Evrópusambandið fái valdheimildir yfir raforkumálum Íslands og Noregs.


mbl.is Segir meintan þrýsting ýkjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pogba gjaldfellir Móra

Aðall José Mour­in­ho knattspyrnustjóra Manchester United er að hann kann að veita leikmönnum innblástur. Mour­in­ho gerði meðallið, Porto og Inter, stærri en þau voru með fortölum.

Þegar nýkrýndur heimsmeistari, Paul Pogba, segir hugarfarið ekki gott í herbúðum United kennir hann Mourinho um, án þess að segja það beint.

Sá portúgalski verður farinn frá United löngu fyrir jól. Nema, auðvitað að liðið sitji í fyrsta sæti deildarinnar. 


mbl.is Pogba segir hugarfar leikmanna ekki gott
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarni, Albanía er ekki fyrirmynd

Íslenska heilbrigðiskerfið er ríkisrekið. Hugmyndin er að allir njóti sömu heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Takmarkaður einkarekstur er leyfður þar sem ríkið borgar en einkaaðilar sjá um framkvæmd.

Það liggur í augum uppi að frumhlutverk einkareksturs er að skapa eigendum arð. En það er ekki hlutverk ríkisins að vera mjólkurkú einkareksturs. Það er sóun.  

Umræða um að auka hlut einkareksturs í heilbrigðisþjónustu er byggð á þeirri forsendu að einkaaðilar geri betur en ríkið, skaffi betri þjónustu fyrir lægra verð. Þessi umræða er blekking.

Einkarekstur tekur að sér þjónustu sem skapar arð. Þessi arður kemur eingöngu frá tveim aðilum, ríkinu eða sjúklingum. Þeir sem vilja aukinn einkarekstur fela þessa staðreynd vegna þess að hún afhjúpar blekkinguna. Afleiðingar staðreyndarinnar geta aðeins verið tvær:

a. ríkið borgar einkarekstri arð

b. sjúklingum er hent fyrir markaðsöflin (sem lækna þegar það borgar sig)

Talsmenn einkareksturs eiga það til að koma fram undir nafni og kennitölu. Til dæmis Ásdís Halla Bragadóttir sem hirðir arð af einkarekstri í heilbrigðisþjónustu. Hún sagði á ársfundi Samtaka atvinnulífsins að Ísland ætti að taka Albaníu sér til fyrirmyndar í heilbrigðismálum, - þar væri svo mikið frelsi. 

Lífsgæðin í Albaníu ættu ekki ekki að vera okkur fyrirmynd, Bjarni Benediktsson.


mbl.is Dýrasta lausnin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. ágúst 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband