ESB-her til hliðar við Nató

Evrópskur her þykir nauðsynlegur í höfuðstöðvum ESB í Brussel af tveim ástæðum. Í fyrsta lagi vegna þess að Bandaríkin, sem í reynd stjórna Nató, eru orðin óútreiknanleg undir Trump.

Í öðru lagi, og sú ástæða er mikilvægari, er að engar sögur eru til um stórveldi fyrri tíðar sem ekki höfðu yfir her að ráða. Og ESB ætlar sér að verða stórveldi.

Forseti Frakklands segir að auka þurfi varnir ESB. Herir eru alltaf settir á laggirnar til að verjast. En einkenni stórvelda, allt frá dögum Róm, er að að þau þenjast út - oftar en ekki með hervaldi.


mbl.is Auka þurfi varnir ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinnuaflið er tannlæknar

Mörg hundruð prósent munur á tannlæknaþjónustu hér á landi og Póllandi skýrir formaður íslenskra tannlækna með þessum orðum:

Hugs­an­lega sé verið að nota ódýr­ari hrá­efni þar en hér og þá sé vinnu­afl al­mennt ódýr­ara í lönd­um Aust­ur-Evr­ópu en hér á landi. Hún seg­ir að fé­lag­inu hafi verið til­kynnt um nokk­ur til­vik þar sem vinnu er­lendra tann­lækna hafi verið ábóta­vant.

Vinnuaflið sem hér er um að ræða eru tannlæknar. Annað tveggja eru þeir of dýrir hér á landi eða of ódýrir í Póllandi.

Tannlæknar á Íslandi eru óðum að komast í sömu stöðu og gleraugnasalar. Erlend samkeppni þrýstir verðinu á þjónustu þeirra niður.

 

mbl.is Fara í hópum til tannlækna í útlöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. ágúst 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband