Bjargađ af Bretum, myrti 22 í Manchester

Salman Abedi var flóttamađur sem breskt herskip bjargađi 2014 frá borgarastyrjöldinni í Líbýu enda međ breskt ríkisfang. Hann launađi björgunina međ sjálfsvígsárás á tónleikagesti í Manchester og myrti 22 saklausa borgara, ţar af sjö börn.

Guardian segir frá flóttamanninum Abedi og hvernig hann ţakkađi fyrir sig.

Ađ öđru leyti samsvarar Abedi lýsingu algengra hryđjuverkamanna síđustu árin; múslími á jađri samfélagsins sem hatast viđ vestrćnt samfélag og er kallađur til verka af herskáum trúbrćđrum.


Ljósmćđur og leikskólaliđar: 580 ţús. kr. launamunur

Leikskólaliđar i fullu starfi eru međ 354 ţús. á mánuđi í heildarlaun, skrifar formađur Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir. Ljósmćđur voru fyrir nýgerđan kjarasamning međ 848 ţús. á mánuđi og fá tíu prósent hćkkun, fara upp í 935 ţús. á mánuđi.

Launamunur ljósmćđra og leikskólaliđa verđur liđlega hálf milljón, nćr 580 ţús. kr., á mánuđi. Í báđum tilfellum er um ađ rćđa kvennastétt.

Leikskólaliđar eru ófagmenntađir en ljósmćđur háskólagengnar. 

Međallaun í landinu, m.v. mánađarleg heildarlaun, liggja nćrri 700 ţús. kr.

Nú má spyrja: hver er sanngjarn launamunur milli starfsstétta?

Einhver?

 


mbl.is Fyrsti fundur gerđardóms á morgun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Háskólar, ritgerđir og ađgengi

Trúlega hefđi rektor HA mátt vera heppnari međ tímasetningu á pćlingu um ađgengi ađ háskólanámi. Fréttatilkynning rektors var varla kominn út ţegar umrćđur hófust um skringilega lokritgerđ nemanda í HA um virđisaukaskatt.

BA/BS-ritgerđ á ađ sýna fram á getu nemanda ađ stunda rannsókn, setja fram skýringu/tilgátu, og vinna međ heimildir. Ţađ er hending ef BA/BS-ritgerđ bćtir ţekkingu viđkomandi frćđasviđs eđa leiđir fram frumlegt sjónarhorn/túlkun. Allur ţorri slíkra ritgerđa er ćfing en ekki skipulegt framlag til vísinda og frćđa. MA/MS-ritgerđir fćrast nćr ţví ađ vera sjálfstćtt framlag til ţekkingar - eđa eiga ađ gera ţađ. Sem heimildir fyrir uppgötvunum eđa nýjum sannindum skyldi taka allar háskólaritgerđir međ klípu salts.

Háskólar ţjónuđu áđur tvíţćttu hlutverki. Í fyrsta lagi ađ leita ţekkingar og í öđru lagi undirbúa nemendur til afmarkađra starfa s.s. lćkna, presta, verkfrćđinga og kennara. Á seinni árum bćtist viđ ţriđja hlutverkiđ, sem er óformlegt. Ţađ er ađ ungt fólk fái tíma ađ átta sig á tilverunni áđur en ţađ gefur sig alfariđ ađ vinnumarkađnum. Sumir nota ţennan tíma vel en ađrir ekki, eins og gengur. 

Ríkisvaldiđ getur ekki sagt nemendum hvađa nám skilar ţeim öruggu starfi og góđum tekjum í framtíđinni. Einfaldlega vegna ţess ađ ríkiđ veit ekki hvađa störf verđa örugg og borga vel eftir tíu eđa tuttugu ár. 

Ríkisvaldiđ getur á hinn bóginn hagađ fjárveitingum sínum ţannig ađ allir međ tilskilin próf geti sótt sér háskólanám.

 

 


mbl.is Ađgengi háskólanáms stćrsta spurningin
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Krónan, kaupmáttur og kjarasamningar

Fyrir ţrem árum, ţegar síđustu almennu kjarasamningar voru gerđir, stóđ dollarinn í 135 krónum en er núna 105 kr. Gagnvart dollar hefur krónan styrkst um liđlega 20 prósent og um tćp 17 prósent miđađ viđ evru.

Styrking krónunnar er viđbót viđ prósentuhćkkanir kjarasamninga. Í sumum tilfellum, t.d. viđ kaup á erlendri vöru á netinu eđa ferđalögum erlendis, má tala um hreina kaupmáttaraukningu vegna gengisins. Innflutningsfyrirtćki nutu einnig góđs af gengisţróuninni á međan útflutningsfyrirtćki töpuđu. Vel ađ merkja ţó ekki meira en svo ađ ferđaţjónustan hefur fram á síđustu vikur notiđ sífellt fleiri viđskiptavina.

Ársverđbólga hefur veriđ innan viđ tvö prósent bćđi heilu árin frá síđustu almennu kjarasamningum, verđur ţó líklega ofan viđ tvö prósentin ţetta áriđ. Kaupmáttur óx um 12 prósent áriđ 2016 og um sjö prósent 2017.

Verkalýđshreyfingin bođar harđar ađgerđir á komandi vetri, til ađ knýja fram launahćkkanir. Ţegar kemur ađ sjálfum samningunum, eftir áramót, verđur annađ hljóđ komiđ í strokkinn. Samningarnir munu snúast um ađ verja áunninn kaupmátt síđustu ţriggja ára, halda verđbólgu niđri og genginu stöđugu.

 


mbl.is „Gífurlega erfiđur vetur framundan“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Druslur, diskó og rasismi

Í gćr var drusludagurinn, ţar sem fólk fór í göngu, sumt klćtt eins og druslur, til ađ vekja athygli á málstađ. Norđur á Húsavík er hljómsveit sérhćfđ í diskótónlist, sem óx úr menningu ţeldökkra. Á sviđi eru međlimir sveitarinnar í gervi ţeldökkra. Einn er raunar ţeldökkur, af ljósmynd ađ dćma.

Húsvíkingarnir fá á sig gagnrýni ađ ţeir séu rasistar, sem er langsótt svo ekki sé meira sagt. Ef viđ gefum okkur ađ hljómsveitin spili til ađ skemmta, bćđi sér og öđrum, er eđlilegt ađ sviđsframkoman sé í takt viđ tónlistina. Alveg eins og sumir klćddust druslum í göngunni. Fólk setur sig í hlutverk í samrćmi viđ tilefniđ. 

Óviđeigandi er ađ kalla ţá rasista sem koma fram í gervi fólks af öđrum litarhćtti ef tilefniđ er saklaust. Máliđ liti vitanlegan öđruvísi út ef tilgangurinn er ađ gera lítiđ úr einhverjum eđa niđurlćgja. En hér er engu slíku til ađ dreifa. 

 


mbl.is Segjast hafna fordómum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Trump eđa sósíalismi

Sósíalismi nýtur vaxandi fylgis međal frjálslyndra í Bandaríkjunum. Sósíalistadeildin í Demókrataflokknum, DSA, vex hratt, segir í Guardian. Ekki síst er ţađ ungt fólk sem gefur sig fram, talađ er um aldamótasósíalisma.

Sömu samfélagskraftar og leiddu Trump í Hvíta húsiđ eru ađ baki vexti sósíalisma. Stóri hópar milli- og lágtekjufólks voru skildir eftir í ráđandi alţjóđlegu frjálslyndi síđustu áratuga. Ţessir hópar vilja breyttar leikreglur.

Trump vísar veginn frá hćgri en sósíalistar bođa sína útgáfu af breyttu hagkerfi ţar sem ríkisvaldiđ fćr stóraukiđ hlutverk.

Bandaríkin eiga ţađ til ađ gefa tóninn í vestrćnni stjórnmálamenningu. Vaxi sósíalisma fiskur um hrygg vestan hafs er komiđ ađ skuldadögum frjálslyndra jafnađarmanna. Annađ tveggja verđa ţeir sósíalistar eđa trumpistar. Sem sagt á milli steins og sleggju.


Krónan í gamla hagkerfinu og ţjóđarsáttin

Í gamla hagkerfinu var hćgt ađ gera verđbólgusamninga, ţ.e. innistćđulausa kjarasamninga, ţví krónan var látin falla í kjölfariđ. Verđlag hćkkađi og leiđrétti innistćđulausar launahćkkanir.

Ţjóđarsáttin 1990 afnam víxlhćkkun launa og verđlags. Í meginatriđum hefur ţjóđarsáttin haldiđ. Verđbólguskotiđ í kjölfar hrunsins 2008 var skammvinnt. Friđhelgi var á vinnumarkađi árin eftir hrun. Síđustu 3-5 árin fóru í ađ skipta upp á nýtt verđmćtum á milli launafólks annars vegar og hins vegar fjármagns. Ţađ var hćgt í skjóli stöđugrar krónu. Í grófum dráttum hefur ţađ gengiđ ţolanlega.

Gamla hagkerfiđ öx upp úr sjálfsţurftarbúskap ţegar peningar voru óverulegur ţáttur í hagkerfinu. Ţjóđin ţurfti tíma ađ skilja hvernig peningar virka og lćrđi sína lexíu međ ţjóđarsáttinni 1990.

Stéttir opinberra starfsmanna samţykktu í meginatriđum, ljósmćđur núna síđast, ađ innistćđulausir kjarasamningar verđa ekki gerđir.

Í vetur tekur almenni vinnumarkađurinn viđ keflinu og gerir samninga. Ríkisstjórnin mun senda atvinnurekendum skýr skilabođ um ađ stöđu krónunnar verđi ekki fórnađ. Innistćđulausir samningar leiđa til gjaldţrota fyrirtćkja, ekki gengisfellinga. Ef verkalýđshreyfingin fer fram međ offorsi verđa hér verkföll sem engu munu skila nema minni hagvexti. Og ţá verđur minna til skiptanna.

Nýja hagkerfiđ byggir á ađ ţjóđin sýni ábyrgđ. Stjórnvöld halda ábyrgđinni ađ ţjóđinni međ festu.


mbl.is Geti ekki lengur beđiđ međ verđhćkkanir
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Druslur án bođskapar. Ha?

,,Bođskap­ur göng­unn­ar í ár var í raun eng­inn sér­stak­ur, held­ur var lögđ áhersla á ađ Druslu­gang­an vćri fyr­ir alla," segir í viđtengdri frétt.

Í orđabók Menningarsjóđs frá 1963 segir um merkingu orđsins drusla: 1 tuska 2 léleg flík 3 duglaus, ónýtur karlmađur 4 skrudda, skrćđa 5veraldlegt kvćđi, ruslkvćđi 6 sóđi, lítilsigldur kvenmađur.

Skyldi ćtla ađ ganga undir einkunnarorđinu drusla myndi dýpka, útskýra nánar til hvers vćri af stađ fariđ en ekki heima setiđ.

Upphaf fréttarinnar segir raunar ,,Druslu­gang­an var geng­in í átt­unda sinn í dag og gengu drusl­ur sam­an hnar­reist­ar um allt land gegn of­beldi."

Varla ţarf mađur ađ vera drusla til ađ vera á móti ofbeldi.


mbl.is Druslur gengu hnarreistar um allt land
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Fullveldi er ađskilnađur, Helga Vala

„Viđ erum ađ tala um ađ byggja und­ir ađskilnađ og henn­ar [Pia Kjćrsgaard] ađgerđir hafa veriđ af­ger­andi í ţví," segir Helga Vala Helgadóttir mótmćlandi á Ţingvöllum og ţingmađur Samfylkingar.

Helga Vala segist vilja fagna fullveldinu. En fullveldiđ var einmitt ađskilnađur á milli okkar Íslendinga og Dana. Áfangar okkar til sjálfstćđis, s.s. heimastjórnin 1904, fullveldiđ 1918 og lýđveldiđ 1944, voru allir til ađ ađskilja okkur frá Dönum, gera Dani útlendinga á Íslandi.

Baráttumál Helgu Völu, ađild ađ ESB og opingáttarstefna í innflytjendamálum, höggva ađ rótum fullveldisins.

Helga Vala fór ekki á Ţingvelli ađ fagna fullveldinu. Hún mćtti til ađ mótmćla. Punktur.


mbl.is Ekki veriđ ađ halda upp á afmćli Piu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Trump útskýrđur 2012

Fjórum árum áđur en Trump var kjörinn forseti kom út bók sem útskýrir kjöriđ. Höfundurinn er Charles Murray og bókin Klofningur (Coming apart).

Meginkenning bókarinnar er ađ Bandaríkin eru klofin í tvćr stéttir. Fjölmenn stétt alls almennings annars vegar og hins vegar fámenn stétt frjálslyndrar yfirstéttar. Stéttirnar tilheyra hvor sinni menningunni, gćtu veriđ hluti af ađskildum ríkjum.

Murray rekur klofninginn til sjötta áratug síđustu aldar. Fyrir ţann tíma var tiltölulega samstćđ bandarísk menning. 

Til ađ gera langa sögu stutta: Bush forsetarnir báđir, Clinton og Obama voru allir fulltrúar yfirstéttarinnar sem í vaxandi mćli sagđi almenningi fyrir verkum án ţess ţó ađ skilja tilveru ţeirra. Á međan allir nutu jafnt og ţétt betri launa gekk ţetta fyrirkomulag upp.

En ţegar almenningur áttar sig á ađ hagur sinn fer jafnt og ţétt versandi verđur fjandinn laus. Kreppan 2008 og viđbrögđ viđ henni, peningaprentun fyrir ţá ríku, verđur gremjan almennari.

Trump var svar almennings viđ dramblátri frjálslyndri yfirstétt makađi krókinn á međan kjör almennings versnuđu.

Hér er viđtal viđ Murray viđ útkomu bókarinnar, 2012.


mbl.is Ekki vaxiđ hrađar í fjögur ár
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband