Bjargað af Bretum, myrti 22 í Manchester

Salman Abedi var flóttamaður sem breskt herskip bjargaði 2014 frá borgarastyrjöldinni í Líbýu enda með breskt ríkisfang. Hann launaði björgunina með sjálfsvígsárás á tónleikagesti í Manchester og myrti 22 saklausa borgara, þar af sjö börn.

Guardian segir frá flóttamanninum Abedi og hvernig hann þakkaði fyrir sig.

Að öðru leyti samsvarar Abedi lýsingu algengra hryðjuverkamanna síðustu árin; múslími á jaðri samfélagsins sem hatast við vestrænt samfélag og er kallaður til verka af herskáum trúbræðrum.


Ljósmæður og leikskólaliðar: 580 þús. kr. launamunur

Leikskólaliðar i fullu starfi eru með 354 þús. á mánuði í heildarlaun, skrifar formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir. Ljósmæður voru fyrir nýgerðan kjarasamning með 848 þús. á mánuði og fá tíu prósent hækkun, fara upp í 935 þús. á mánuði.

Launamunur ljósmæðra og leikskólaliða verður liðlega hálf milljón, nær 580 þús. kr., á mánuði. Í báðum tilfellum er um að ræða kvennastétt.

Leikskólaliðar eru ófagmenntaðir en ljósmæður háskólagengnar. 

Meðallaun í landinu, m.v. mánaðarleg heildarlaun, liggja nærri 700 þús. kr.

Nú má spyrja: hver er sanngjarn launamunur milli starfsstétta?

Einhver?

 


mbl.is Fyrsti fundur gerðardóms á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Háskólar, ritgerðir og aðgengi

Trúlega hefði rektor HA mátt vera heppnari með tímasetningu á pælingu um aðgengi að háskólanámi. Fréttatilkynning rektors var varla kominn út þegar umræður hófust um skringilega lokritgerð nemanda í HA um virðisaukaskatt.

BA/BS-ritgerð á að sýna fram á getu nemanda að stunda rannsókn, setja fram skýringu/tilgátu, og vinna með heimildir. Það er hending ef BA/BS-ritgerð bætir þekkingu viðkomandi fræðasviðs eða leiðir fram frumlegt sjónarhorn/túlkun. Allur þorri slíkra ritgerða er æfing en ekki skipulegt framlag til vísinda og fræða. MA/MS-ritgerðir færast nær því að vera sjálfstætt framlag til þekkingar - eða eiga að gera það. Sem heimildir fyrir uppgötvunum eða nýjum sannindum skyldi taka allar háskólaritgerðir með klípu salts.

Háskólar þjónuðu áður tvíþættu hlutverki. Í fyrsta lagi að leita þekkingar og í öðru lagi undirbúa nemendur til afmarkaðra starfa s.s. lækna, presta, verkfræðinga og kennara. Á seinni árum bætist við þriðja hlutverkið, sem er óformlegt. Það er að ungt fólk fái tíma að átta sig á tilverunni áður en það gefur sig alfarið að vinnumarkaðnum. Sumir nota þennan tíma vel en aðrir ekki, eins og gengur. 

Ríkisvaldið getur ekki sagt nemendum hvaða nám skilar þeim öruggu starfi og góðum tekjum í framtíðinni. Einfaldlega vegna þess að ríkið veit ekki hvaða störf verða örugg og borga vel eftir tíu eða tuttugu ár. 

Ríkisvaldið getur á hinn bóginn hagað fjárveitingum sínum þannig að allir með tilskilin próf geti sótt sér háskólanám.

 

 


mbl.is Aðgengi háskólanáms stærsta spurningin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan, kaupmáttur og kjarasamningar

Fyrir þrem árum, þegar síðustu almennu kjarasamningar voru gerðir, stóð dollarinn í 135 krónum en er núna 105 kr. Gagnvart dollar hefur krónan styrkst um liðlega 20 prósent og um tæp 17 prósent miðað við evru.

Styrking krónunnar er viðbót við prósentuhækkanir kjarasamninga. Í sumum tilfellum, t.d. við kaup á erlendri vöru á netinu eða ferðalögum erlendis, má tala um hreina kaupmáttaraukningu vegna gengisins. Innflutningsfyrirtæki nutu einnig góðs af gengisþróuninni á meðan útflutningsfyrirtæki töpuðu. Vel að merkja þó ekki meira en svo að ferðaþjónustan hefur fram á síðustu vikur notið sífellt fleiri viðskiptavina.

Ársverðbólga hefur verið innan við tvö prósent bæði heilu árin frá síðustu almennu kjarasamningum, verður þó líklega ofan við tvö prósentin þetta árið. Kaupmáttur óx um 12 prósent árið 2016 og um sjö prósent 2017.

Verkalýðshreyfingin boðar harðar aðgerðir á komandi vetri, til að knýja fram launahækkanir. Þegar kemur að sjálfum samningunum, eftir áramót, verður annað hljóð komið í strokkinn. Samningarnir munu snúast um að verja áunninn kaupmátt síðustu þriggja ára, halda verðbólgu niðri og genginu stöðugu.

 


mbl.is „Gífurlega erfiður vetur framundan“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Druslur, diskó og rasismi

Í gær var drusludagurinn, þar sem fólk fór í göngu, sumt klætt eins og druslur, til að vekja athygli á málstað. Norður á Húsavík er hljómsveit sérhæfð í diskótónlist, sem óx úr menningu þeldökkra. Á sviði eru meðlimir sveitarinnar í gervi þeldökkra. Einn er raunar þeldökkur, af ljósmynd að dæma.

Húsvíkingarnir fá á sig gagnrýni að þeir séu rasistar, sem er langsótt svo ekki sé meira sagt. Ef við gefum okkur að hljómsveitin spili til að skemmta, bæði sér og öðrum, er eðlilegt að sviðsframkoman sé í takt við tónlistina. Alveg eins og sumir klæddust druslum í göngunni. Fólk setur sig í hlutverk í samræmi við tilefnið. 

Óviðeigandi er að kalla þá rasista sem koma fram í gervi fólks af öðrum litarhætti ef tilefnið er saklaust. Málið liti vitanlegan öðruvísi út ef tilgangurinn er að gera lítið úr einhverjum eða niðurlægja. En hér er engu slíku til að dreifa. 

 


mbl.is Segjast hafna fordómum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trump eða sósíalismi

Sósíalismi nýtur vaxandi fylgis meðal frjálslyndra í Bandaríkjunum. Sósíalistadeildin í Demókrataflokknum, DSA, vex hratt, segir í Guardian. Ekki síst er það ungt fólk sem gefur sig fram, talað er um aldamótasósíalisma.

Sömu samfélagskraftar og leiddu Trump í Hvíta húsið eru að baki vexti sósíalisma. Stóri hópar milli- og lágtekjufólks voru skildir eftir í ráðandi alþjóðlegu frjálslyndi síðustu áratuga. Þessir hópar vilja breyttar leikreglur.

Trump vísar veginn frá hægri en sósíalistar boða sína útgáfu af breyttu hagkerfi þar sem ríkisvaldið fær stóraukið hlutverk.

Bandaríkin eiga það til að gefa tóninn í vestrænni stjórnmálamenningu. Vaxi sósíalisma fiskur um hrygg vestan hafs er komið að skuldadögum frjálslyndra jafnaðarmanna. Annað tveggja verða þeir sósíalistar eða trumpistar. Sem sagt á milli steins og sleggju.


Krónan í gamla hagkerfinu og þjóðarsáttin

Í gamla hagkerfinu var hægt að gera verðbólgusamninga, þ.e. innistæðulausa kjarasamninga, því krónan var látin falla í kjölfarið. Verðlag hækkaði og leiðrétti innistæðulausar launahækkanir.

Þjóðarsáttin 1990 afnam víxlhækkun launa og verðlags. Í meginatriðum hefur þjóðarsáttin haldið. Verðbólguskotið í kjölfar hrunsins 2008 var skammvinnt. Friðhelgi var á vinnumarkaði árin eftir hrun. Síðustu 3-5 árin fóru í að skipta upp á nýtt verðmætum á milli launafólks annars vegar og hins vegar fjármagns. Það var hægt í skjóli stöðugrar krónu. Í grófum dráttum hefur það gengið þolanlega.

Gamla hagkerfið öx upp úr sjálfsþurftarbúskap þegar peningar voru óverulegur þáttur í hagkerfinu. Þjóðin þurfti tíma að skilja hvernig peningar virka og lærði sína lexíu með þjóðarsáttinni 1990.

Stéttir opinberra starfsmanna samþykktu í meginatriðum, ljósmæður núna síðast, að innistæðulausir kjarasamningar verða ekki gerðir.

Í vetur tekur almenni vinnumarkaðurinn við keflinu og gerir samninga. Ríkisstjórnin mun senda atvinnurekendum skýr skilaboð um að stöðu krónunnar verði ekki fórnað. Innistæðulausir samningar leiða til gjaldþrota fyrirtækja, ekki gengisfellinga. Ef verkalýðshreyfingin fer fram með offorsi verða hér verkföll sem engu munu skila nema minni hagvexti. Og þá verður minna til skiptanna.

Nýja hagkerfið byggir á að þjóðin sýni ábyrgð. Stjórnvöld halda ábyrgðinni að þjóðinni með festu.


mbl.is Geti ekki lengur beðið með verðhækkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Druslur án boðskapar. Ha?

,,Boðskap­ur göng­unn­ar í ár var í raun eng­inn sér­stak­ur, held­ur var lögð áhersla á að Druslu­gang­an væri fyr­ir alla," segir í viðtengdri frétt.

Í orðabók Menningarsjóðs frá 1963 segir um merkingu orðsins drusla: 1 tuska 2 léleg flík 3 duglaus, ónýtur karlmaður 4 skrudda, skræða 5veraldlegt kvæði, ruslkvæði 6 sóði, lítilsigldur kvenmaður.

Skyldi ætla að ganga undir einkunnarorðinu drusla myndi dýpka, útskýra nánar til hvers væri af stað farið en ekki heima setið.

Upphaf fréttarinnar segir raunar ,,Druslu­gang­an var geng­in í átt­unda sinn í dag og gengu drusl­ur sam­an hnar­reist­ar um allt land gegn of­beldi."

Varla þarf maður að vera drusla til að vera á móti ofbeldi.


mbl.is Druslur gengu hnarreistar um allt land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fullveldi er aðskilnaður, Helga Vala

„Við erum að tala um að byggja und­ir aðskilnað og henn­ar [Pia Kjærsgaard] aðgerðir hafa verið af­ger­andi í því," segir Helga Vala Helgadóttir mótmælandi á Þingvöllum og þingmaður Samfylkingar.

Helga Vala segist vilja fagna fullveldinu. En fullveldið var einmitt aðskilnaður á milli okkar Íslendinga og Dana. Áfangar okkar til sjálfstæðis, s.s. heimastjórnin 1904, fullveldið 1918 og lýðveldið 1944, voru allir til að aðskilja okkur frá Dönum, gera Dani útlendinga á Íslandi.

Baráttumál Helgu Völu, aðild að ESB og opingáttarstefna í innflytjendamálum, höggva að rótum fullveldisins.

Helga Vala fór ekki á Þingvelli að fagna fullveldinu. Hún mætti til að mótmæla. Punktur.


mbl.is Ekki verið að halda upp á afmæli Piu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trump útskýrður 2012

Fjórum árum áður en Trump var kjörinn forseti kom út bók sem útskýrir kjörið. Höfundurinn er Charles Murray og bókin Klofningur (Coming apart).

Meginkenning bókarinnar er að Bandaríkin eru klofin í tvær stéttir. Fjölmenn stétt alls almennings annars vegar og hins vegar fámenn stétt frjálslyndrar yfirstéttar. Stéttirnar tilheyra hvor sinni menningunni, gætu verið hluti af aðskildum ríkjum.

Murray rekur klofninginn til sjötta áratug síðustu aldar. Fyrir þann tíma var tiltölulega samstæð bandarísk menning. 

Til að gera langa sögu stutta: Bush forsetarnir báðir, Clinton og Obama voru allir fulltrúar yfirstéttarinnar sem í vaxandi mæli sagði almenningi fyrir verkum án þess þó að skilja tilveru þeirra. Á meðan allir nutu jafnt og þétt betri launa gekk þetta fyrirkomulag upp.

En þegar almenningur áttar sig á að hagur sinn fer jafnt og þétt versandi verður fjandinn laus. Kreppan 2008 og viðbrögð við henni, peningaprentun fyrir þá ríku, verður gremjan almennari.

Trump var svar almennings við dramblátri frjálslyndri yfirstétt makaði krókinn á meðan kjör almennings versnuðu.

Hér er viðtal við Murray við útkomu bókarinnar, 2012.


mbl.is Ekki vaxið hraðar í fjögur ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband