Góðærinu lokið, þrjár afleiðingar

Fasteignamarkaðurinn kólnar, ferðamönnum fækkar og einkaneysla hægir á sér. Flugfélögin standa frammi fyrir rekstrarvanda og eftirspurn eftir vinnuafli minnkar. Með öðrum orðum: góðærinu er lokið.

Afleiðingarnar verða þríþættar. Í fyrsta lagi verður ríkissjóður að endurskoða útgjöld til að mæta minni skatttekjum en áætlað var. Í öðru lagi ráða fyrirtækin til sín færra fólk, einhver eru ofmönnuð og verða að grípa til uppsagna.

Þriðja afleiðingin verður að umræðan snýst ekki lengur um að sækja kjarabætur heldur verja þær sem þegar eru fengnar.

 


mbl.is Hægir á sölu lúxusíbúða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Er ekki vandamálið líka það að það er kannski ekki eftirspurn eftir dýrum lúxusíbúðum á svæðinu heldur ódýrum íbúðum eins og búið er að lofa seinustu 8-12 árin, kannski einnig eru allir sem vilja lifa á "bíllausu" svæði komnir með heimili á þessu svæði og eftirspurnin eftir svoleiðis er ekki meiri!

Halldór Björgvin Jóhannsson, 22.8.2018 kl. 08:26

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Kennarar eru aftur að snúa til kennslu. Kannski hjúkkurnar snúi aftur á spítalana.

Ragnhildur Kolka, 22.8.2018 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband