Seðlabankinn útskýrir samhengi hlutanna

 Haldi verðbólgu­vænt­ing­ar áfram að hækka og fest­ist í sessi um­fram mark­mið mun það kalla á harðara taum­hald pen­inga­stefn­unn­ar. Aðrar ákv­arðanir, einkum á vinnu­markaði og í rík­is­fjár­mál­um, hafa þá áhrif á hversu mik­ill fórn­ar­kostnaður verður í lægra at­vinnu­stigi.

Sem sagt: ef kjarasamningar leiða til verðbólgu þá hækka vextir og atvinnustarfsemi dregst saman. Afleiðingin verður aukið atvinnuleysi. Minni umsvif í efnahagslífinu vita á samdrátt skatttekna sem aftur þýðir minni velferð.

Boðorð dagsins er hóflegir kjarasamningar.

 


mbl.is Óbreyttir vextir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnmál eru væntingastjórnun

Stjórnmál snúast að verulegu leyti um efnahagsmál. Fyrirferðamesti þáttur efnahagsmála er sá er snýr að skiptingu verðmæta. Meginlínur í skiptingunni eru lagaðar í aðalkjarasamningum þar sem launþegar, atvinnurekendur og ríkisvaldið semja.

Kjarasamningar eru gerðir til framtíðar en með hliðsjón af þróun síðustu missera. Væntingar um betri afkomu leiða til stífari krafna um launahækkanir. Að sama skapi dregur ótti um minni hagvöxt úr kaupkröfum.

Stjórnmál eru þess vegna, þegar öllu eru á botninn hvolft, að stærstum hluta væntingastjórnun.


mbl.is Gæti þurft að endurmeta spár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. ágúst 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband