WOW fór í samjöfnuð, tapaði

Dramb er falli næst, segir orðskviðan. WOW gerði út á samjöfnuð við Icelandair. WOW var frískari, fyndnari og framtíðin í samanburði við gamla ríkisflugfélagið. Án efa hjálpaði ímyndin til að byrja með. 

Þegar fréttir birtust af versnandi afkomu Icelandair, síðast í vor og sumar, var WOW fljótt að koma með fréttatilkynningar um að allt blómstraði þar á bæ.

Ímynd er eitt en veruleikinn annar. WOW er sproti en Icelandair sterkur stofn. Í hausthreti flugfélaganna skiptir það máli.


mbl.is Hækka í verði eftir fréttir frá WOW
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heilagt fjármálastríð múslímaríkis

Forseti Tyrklands boðar heilagt fjármálastríð gegn útlöndum, einkum Bandaríkjunum, til að rétt af efnahagskerfi landsins sem býr við óðaverðbólgu og fallandi gengi.

Erdogan forseti hefur frá valdatöku sinni um aldamótin jafnt og þétt keyrt Tyrkland frá vestrænum siðum og háttum inn í veröld múslímatrúar.

Samhliða stundar Erdogan fjárplógsstarfssemi fyrir sig og sína. Hann fékk á sínum tíma viðurnefnið ,,tíu prósent Erdogan" þar sem hann hirti tíund af samningum hins opinbera við einkaaðila. Tengdasonur forsetans er fjármálaráðherra. Frændhygli og trúarsannfæring helst í hendur.


mbl.is Hækka tolla á bandarískar vörur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðismenn ekki í Viðreisn eða Samfylkingu

Forysta Sjálfstæðisflokksins er tvístígandi í afstöðunni til yfirtöku Evrópusambandsins á íslenskum raforkumálum. Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins vekur athygli á þeirri staðreynd að allur þorri sjálfstæðismanna er á móti framsali forræðis raforkumála til Brussel.

Forysta Sjálfstæðisflokksins áttar sig kannski ekki því en fáa sjálfstæðismenn er að finna í Viðreisn og Samfylkingu. Þessi flokkar stefna Íslandi inn í Evrópusambandið og vilja að raforkumál landsins fari undir embættismenn í Brussel.

Aftur þarf forysta Sjálfstæðisflokksins að átta sig á því að sjálfstæðismenn eiga í önnur hús að venda ef flokkurinn stendur ekki í ístaðinu í málum sem hann var stofnaður til að fylkja sér um: sjálfstæði lands og þjóðar.


Bloggfærslur 15. ágúst 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband