RÚV krefst afsagnar Trump

Fyrsta frétt RÚV-Sjónvarps í kvöld krafðist afsagnar Trump Bandaríkjaforseta. Um 7 mín. frétt, heil eilífð í sjónvarpi, með viðtölum við pólitíska andstæðinga Trump, bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi, gerði ítarlega grein fyrir pólitískum ákærum RÚV á hendur forsetanum.

Trump hlýtur að skjálfa á beinunum í Hvíta húsinu eftir skæðadrífuna frá Efstaleiti.

Íslenskum áhorfendum hlýtur þó að leiðast að Pútín Rússlandsforseti kom hvergi nærri, aðeins tvær konur sem fengu greitt fyrir að þegja um samband sitt við glókoll. Þær eru ótaldar fréttirnar sem RÚV hefur flutt okkur um að Pútín hafi tryggt Trump sigurinn 2016.

En kannski kemur framhaldsfrétt um Sigmund Davíð, afsakið, Trump, sem klárar dæmið og segir ástkonur Trump rússneska njósnara.


mbl.is Eru vandræði Donalds Trump að aukast?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Bíddu var Bogi Ágústsson ekki kappklæddur vesturlenskum Maófötum Jean-Paul Sartre í þessum aukafréttatíma fréttatíma DDRÚV.

Og sérfræðingurinn hans, var það ekki sú sem neyddist til að segja sig úr heiðnikirkju Háskólans, fyrir það eitt að klæðast pilsi og sú sem jafnfram sagði Boga hjá DDRÚV að Donald J. Trump hefði "ekki jarðneskan séns" á að ná kjöri. Var það ekki sjálf háskólagráðan hún sem sagði það?

Gunnar Rögnvaldsson, 22.8.2018 kl. 19:54

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hver ætti að taka við af Trump?

Jón Þórhallsson, 22.8.2018 kl. 20:37

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þú gleymdir að strika undir textann Jón.

Auðvitað Hillary. Hún er sjálfkjörin föst innrétting, meira að segja á DDRÚV. Svo gæti Trump tekið við af Trump.

Þú verður að muna Jón að þú varst einungis að hlusta á fjölmiðil. Þeim á maður ekki að trúa frekar en fjölmiðlum.

Gunnar Rögnvaldsson, 22.8.2018 kl. 20:50

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sviðsetning RUV á brotthvarfi Donalds var stórkostleg :)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 22.8.2018 kl. 21:48

5 Smámynd: Stefán Þ Ingólfsson

Menn eiga bara eftir að sjá Bernie Sanders sem næsta forseta Bandaríkjanna.

Stefán Þ Ingólfsson, 22.8.2018 kl. 22:34

6 Smámynd: Ívar Ottósson

Ef það er bara RUV sem krefst afsagnar Trumps þá er nú bara hann i góðum málum.  Afhverju ekki tala um hvað er á seiði með Trump og BNA pólitikina sem er að gerast nú...miklar fréttir og RUV er bara peð í öllum þessum fréttastraumi....er RUV fréttinn?...ég myndi segja að Trump er fréttinn...eða er þú bara að nota þetta til að tala niður RUV?

Ívar Ottósson, 22.8.2018 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband