Norski ráðherrann viðurkennir þrýsting á íslensk stjórnvöld

Utanríkisráðherra Noregs, Ine Marie Erik­sen Sørei­de, viðurkennir berum orðum að þrýsta á Ísland að taka upp orkupakka ESB, sem veitir Evrópusambandinu íhlutunarrétt í raforkumál okkar. Hún segir í viðtali:

  Það er mik­il­vægt fyr­ir mig að koma því á fram­færi að norska Stórþingið hef­ur samþykkt þessa til­skip­un.

Þetta heitir að beita þrýstingi. Íslendingar vissu vel að Norðmenn samþykktu orkupakkann. Algjör óþarfi var fyrir ráðherrann að koma hingað í ,,vinnuferð" nema til að þrýsta á íslensk stjórnvöld.

Norskir stjórnmálamenn, ólíkt þeim íslensku, segja hlutina hreint út: Norsk stjórnvöld beita Íslandi þrýstingi til að Evrópusambandið fái valdheimildir yfir raforkumálum Íslands og Noregs.


mbl.is Segir meintan þrýsting ýkjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gott hjá þér, Páll, að hlífa ráðfrúnni ekki við þessari alvarlegu ábendingu.

Svo hafa fáeinir meðvirkir Íslendingar verið að þræta fyrir þessa staðreynd!

Jón Valur Jensson, 21.8.2018 kl. 06:31

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Fróðlegt verður að fylgjast með hvernig atkvæðagreiðsla fer ef frumvarp þess eðlis að fela ESB yfirráð yfir orkumálum okkar verður lagt fram. Þá er gott fyrir okkur öll að taka vel eftir hvernig hver þingmaður greiðir atkvæði. Hverjir koma til með að standa með þjóðarhag og hverjir með hag ESB.

Tómas Ibsen Halldórsson, 21.8.2018 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband