Lífskjör önnur í góðæri en hallæri

Það segir sig sjálft að lífskjör í góðæri eru betri en í hallæri, að öðru jöfnu. Góðæri er í landinu síðustu ár en nú eru blikur á loft. Ótímabært er að slá nokkru föstu um að fyrirséður samdráttur leiði til hallæris. 

En það sjá allir að góðærissamningar verða ekki gerðir þegar samdráttur blasir við. Ragnar Þór formaður VR, sem hingað til er hvað róttækastur í kröfugerð, virðist átta sig á stöðu mála. 

Okk­ar kröfu­gerð snýr að stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar, þjóðarátaki í hús­næðismál­um, ráðast gegn vöxt­um á verðtrygg­ing­unni og ýmsu sem snýr að lífs­kjör­um al­mennt,“ sagði Ragn­ar.

Aðeins einn þáttur af þrem, sem Ragnar Þór nefnir, snýr að atvinnurekendum. Húsnæðismál, sem málaflokkur, heyrir undir sveitarfélög og ríki, og verðtrygging er alfarið á valdi þings og ríkisstjórnar.

Breið sátt um væntanlega aðalkjarasamninga á almennum vinnumarkaði er allra hagur.


mbl.is Komandi kjaraviðræður snúast um lífskjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pírata-hælið

Stjórnmálaflokkar í vestrænum lýðræðisríkjum hafa það hlutverk að setja þjóðríkjum lög annars vegar og hins vegar taka þátt í landsstjórn. 

Til að stjórnmálaflokkar geti sett lög og farið með landsstjórn verða þeir að þekkja gildandi lög og skilja stjórnmálamenningu viðkomandi þjóðríkis. Stjórnmálaflokkar fá opinbert fé til að sinna hlutverki sínu.  

Stjórnmálaflokkur sem tekur upp á því að veita trúnaðarstöður til fólks sem þekkir hvorki haus né sporð á samfélaginu er kominn á ystu nöf.

Til að geta gert siðferðilegt og pólitískt tilkall til áhrifa á samfélagið verður maður að vera hluti af því. Hælisleitandi, samkvæmt skilgreiningu, er ekki hluti af samfélaginu í þessum skilningi - hann er á biðlista þar sem umsókn hans er í meðferð.

Píratar veita ekki hæli á Íslandi. Pírata-hælið er ekki heppileg pólitík.

 


mbl.is Hælisleitandi kjörinn áheyrnarfulltrúi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér finnst... og sannleikur

Samsvörunarkenningin um sannleikann hljómar svona: staðhæfing a er þá og því aðeins sönn að a er. Bókstafurinn a er fullyrðing, t.d. ,,jörðin er hnöttótt" eða ,,það rignir". Samsvörunarkenningin er ekki fullkomin en hún er það skásta sem við höfum til að meta sannleiksgildi staðhæfinga.

Setninguna ,,mér finnst þú koma illa fram við mig" er ekki hægt að mæla við sannleikann. Setningin lýsir huglægu ástandi sem kemur sannleikanum ekkert við.

Ef einhver segir um einhvern annan: ,,þessi reyndi að nauðga mér fyrir 37 árum" þá er setningin þá og því aðeins sönn að tilraun til nauðgunar hafi verið reynd. 

Tilraun til nauðgunar þarf tvo þætti. Í fyrsta lagi verknað, t.d. nauðgar enginn með augnaráði, og í öðru lagi ásetning sem ávallt er huglægur en birtist í hlutlægum athöfnum.

Ef það er gefið að tveir einstaklingar segja gagnólíka sögu um tiltekin og afmörkuð samskipti sin á milli, annar að nauðgunartilraun hafi verið gerð en hinn neitar, og jafnframt sagt að báðar frásagnir séu heiðarlegar þá hefur heiðarleiki ekkert með sannleika að gera.

Mér finnst... ræður ferðinni í menningu okkar á meðan sannleikurinn er í aukahlutverki. 


mbl.is Mögulega heiðarleg frásögn beggja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ameríka snýr baki við Evrópu og alþjóðahyggju

Trump er einkennið fremur en sjúkdómurinn, segir sagnfræðingurinn og dálkahöfundur Guardian, Timothy Garton Ash, Bandaríkin eru áhugalaus um Evrópu, telja sig ekkert eiga þangað að sækja.

Vestræn frjálslynd alþjóðahyggja sameinaði Bandaríkin og Vestur-Evrópu, ESB sem sagt, síðustu áratugi. Sameiginlegt verkefni var að móta heiminn eftir vestrænni frjálslyndri forskrift. Evrópusambandið fór í það verkefni um aldamótin í Austur-Evrópu. Verkefnið endaði í borgarastyrjöld í Úkraínu. Á sama tíma reyndu Bandaríkin fyrir sér í miðausturlöndum: Írak, Líbýa og Sýrland eru bautasteinar - og mörg hundruð þúsund lík.

Bandaríkin eru búin að fá nóg af útflutningi af frjálslyndri alþjóðahyggju, herkostnaðurinn er einfaldlega of mikill og árangurinn of lítill, segir John J. Mearsheimer í nýrri bók.

Mearsheimer er fulltrúi raunsærra alþjóðastjórnmála þar sem fullveldi þjóðríkja er viðurkennt og vari tekinn á banvænum leik frjálslyndra alþjóðasinna er vilja steypa þjóðum í eitt mót en leiða ómældra hörmunga. Eins og sést í Úkraínu og miðausturlöndum. 


Kavan­augh og landsréttur

Í viðtengdri frétt segir af sýknu landsréttar á ungum manni sem ákærður var fyrir nauðgun. Atvikalýsing ber með sér margbreytileika kynlífsathafna fólks.

Vestur í Bandaríkjunum er allt á öðrum endanum vegna Brett Kavan­augh dómaraefnis Trump forseta til hæstaréttar þar í landi. Dómaraefnið er sagt hafa 17 ára, fyrir tæpum 40 árum, haldið fyrir munn 15 ára stúlku og lagst ofan á hana með kynlífstilburðum. Kavanaugh neitar meintu athæfi.

Atvikalýsing í sýknu landsréttar annars vegar og hins vegar Kavan­augh-málið gefa til kynna að sagan af býflugum og blómum sé full blæbrigðasnauð. 

 


mbl.is Klofinn dómur snýr við nauðgunardómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Apar, forstjórar og verkó

Tilraun með apa sýnir að tegundin er næm fyrir launajafnrétti. Margt er líkt með skyldum. Egill Helgason birtir veggspjald með launahækkun forstjóra í því skyni að réttlæta kaupkröfur róttækustu afla verkalýðshreyfingarinnar.

Á veggspjaldið vantar breytuna sem öllu máli skiptir: á hvaða tíma forstjórarnir fengu hækkun og hverjar voru hækkanir almennra launþega á sama tíma.

Margur verður af aurum api.


Vinstrimenn játast Trump

Trump fer með rétt mál þegar hann heldur fram þjóðríkinu gegn alþjóðahyggjunni, segir ritstjóri vinstriútgáfunnar Guardian. Dálkahöfundur sömu útgáfu segir forystu breska Verkamannaflokksins jafn gagnrýna á alþjóðahyggjuna og stuðningsfólk Trump.

Forysta Verkamannaflokksins lítur á Evrópusambandið sem hluta af alþjóðlegum kapítalisma þar sem Nató og Alþjóðabankinn eru ráðandi öfl.

Frjálslyndir vinstrimenn og kapítalískir hægrimenn eru bakhjarlar alþjóðahyggjunnar. Það bakland er að hruni komið eftir atsókn Trump og róttækra vinstrimanna.


Fær Bragi afsökunarbeiðni frá Pírötum og fjölmiðlum?

Embættismaður mátti sitja undir stöðugum árásum á störf sín og æru af hálfu þingmanna og fjölmiðla.

Nú liggur fyrir að Bragi Guðbrandsson fyrrverandi forstjóri Barnaverndarstofu braut hvorki lög né reglur í störfum sínum

Fær Bragi afsökunarbeiðni?


mbl.is Tilefni til að biðjast afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samkeppni um tap í flugrekstri - gert út á ríkissjóð

Flugfargjöld lækkuðu um fjórðung í september. Á sama tíma hækkar eldsneytisverð, vextir hækka, launakostnaður hækkar en farþegum fækkar. WOW og Icelandair eru í samkeppni um að tapa peningum. Aðeins tveir möguleikar eru í stöðunni.

Í fyrsta lagi að annað félagið fari í gjaldþrot. WOW stendur verr að vígi en Icelandair.

Í öðru lagi að ríkisstjórnin ausi peningum í flugfélögin og jafnvel sameini þau.

Ekki undir neinum kringumstæðum ætti ríkisstjórnin að skipta sér af taprekstri flugfélaganna. Farsælast er að annað fari í þrot og hitt hirði leifarnar. Það heitir að markaðurinn ráði ferðinni. Líkt og í dýraríkinu þarf iðulega að horfa upp á að hundur éti hund á markaðstorginu. 


mbl.is Fjórðungslækkun flugfargjalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftirspurn eftir minningu um kynlíf

Tveir karlar voru yfirheyrðir af bandarískri þingnefnd sem ræðir tilnefningu Brett Kavanaugh til embættis hæstaréttardómara. Karlarnir telja að Christine Blasey Ford fari mannavillt á þeim og Kavanaugh í upprifjun á kynlífi fyrir hálfum mannsaldri.

Dagblaðið USA Today segir frá yfirheyrslum yfir körlunum.

Þegar jafn margir muna jafn ítarlega eftir kynlífsathöfnum fyrir fjörtíu árum hlýtur að hafa verið lítið af því.

 


mbl.is Árásin mótaði allt hennar líf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband