Pia og Macron - tjáningarfrelsi og hryðjuverk

Macron forseti Frakklands og Pia Kjæarsgaard forseti danska þingsins ræddu um tjáningarfrelsi og ógnina af hryðjuverkum í Danmerkurheimsókn forsetans.

Pia veitti forsetanum leiðsögn og sýndi minningarskjöld um tvo Dani sem létust í kjölfar árásar múslímsk hryðjuverkmanns á fund um tjáningarfrelsi fyrir þremur árum.

Þegar Pia kom í heimsókn til Íslands í sumar skrópuðu Píratar á þingfundi og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar sýndi forseta danska þjóðþingsins ókurteisi með því að storma af fundi þegar Pia var í ræðustól.

Tjáningarfrelsið er ekki allra. 


Sjálfstæðismenn, ekki forystan, boða til fundar

Grasrót Sjálfstæðisflokksins boðar til málstofu í dag um framsal á yfirráðarétti Íslendinga yfir raforkumálum landsins. Evrópusambandið gerir kröfu um að svokallaður ,,þriðji orkupakki" ESB taki gildi hér á landi.

Ef alþingi samþykkir kröfur ESB er íhlutunarréttur útlendinga yfir raforku landsins innleiddur í lög.

Ólíkt forystu Sjálfstæðisflokksins eru margir flokksmenn uggandi um ásælni ESB í íslensk innanríkismál. 

Fundurinn er í dag, kl. 17:30, í Valhöll.


Brexit: fjötrar en ekki fríverslun

Breska þjóðin ákvað í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir tveim árum að ganga úr Evrópusambandinu. Ef sambandið væri félagsskapur fullvalda þjóðríkja ætti lýðræðislegur vilji að fá eðlilegan framgang.

En ESB er ekki samtök fullvalda ríkja heldur yfirþjóðlegt valdabandalag sem beitir fullvalda ríki þvingunum og refsingum til að viðhalda einingu sambandsins. Lýðræðislegur vilji aðildarríkja ESB er aukaatriði, fyrst og fremst til skrauts.

ESB hefur hótað Bretum efnahagslegum refsiaðgerðum annars vegar og hins vegar að stórspilla samskiptum innan Bretlands, milli Skota og Englendinga, og milli Bretlands og Írlands.

Í stuttu máli: ESB reynir í lengstu lög að leggja fjötra á Bretland fyrir það eitt að breska þjóðin telur hag sínum betur borgið utan sambandsins en innan þess.

Bretar, á hinn bóginn, sækjast eftir fríverslun við Evrópusambandið á grundvelli jafnræðis. Að það skuli vera vandamál sýnir betur en nokkuð annað að ESB er ekki samband fullvalda þjóðríkja heldur ágengt stórveldi sem situr yfir hlut lýðfrjálsra landa.


mbl.is Hyggst bjóða Bretum einstakan samning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. ágúst 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband