Facebook, hatur og sjálfhverfa fjölmiðla

Hatur var til í heiminum áður en Facebook kom til sögunnar, svona ef einhverjir skyldu halda annað. Hvorki Hitler, Stalín né Pol Pot nýttu sér Facebook en skildu samt eftir sig slóð manndrápa og óhæfuverka.

Kjarninn í frétt mbl.is, sem er endursögn á grein í New York Times, er eftirfarandi:

En í hinum raun­veru­lega heimi þá vel­ur fólk sjálft á hvern það hlust­ar og hverja það vel­ur að hunsa. Fag­leg­ir hliðverðir, svo sem leiðara­höf­und­ar eða for­menn stjórn­mála­flokka ráða því hvaða skoðunum er haldið á lofti. En Face­book virðir slíkt að vett­ugi.

Jú, Facebook í þessu skilningi lýðræðisvæðir. Hver og einn getur orðið fjölmiðill, ekki aðeins forréttindastéttir.

Falsfréttir voru til fyrir daga Facebook. Til dæmis fréttin frá 1964 um að ung kona var drepin í New York og 38 stóðu aðgerðalausir hjá. Sú frétt varð að háskólatexta um kaldlyndi íbúa stórborga.

Fréttin var fals. Og New York Times bjó til falsfréttina.


mbl.is Kyndir Facebook undir andúð?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband