Bankastjóri: íslenska bankakerfið virkar

Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku fjárfestingabanka, er ungur að árum og man þó tímana tvenna í bankarekstri. Hann er einn af hrunstrákunum sem keyrðu alla íslenska banka í þrot haustið 2008,

Ármann telur íslenska bankakerfið virka þótt hann fari krókaleiðir að viðurkenna það. Samkvæmt frétt RÚV gagnrýnir stjórinn rekstarumhverfið en segir svo: ,,þrátt fyrir að rekstrarumhverfi bankans sé að mörgu leyti krefjandi um þessar mundir hefur rekstur hans gengið í samræmi við áætlanir."

Á útrásarárum fór bankar sínu fram. Áætlanir stóðust ekki, enda byggðar á ýkjum ef ekki beinum lygum, samanber Al Thani-málið. Núna aftur standast áætlanir og enginn bankanna á leið í gjaldþrot. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband