Einn prestur á móti 81 milljón múslíma

Þið látið 81 milljón Tyrkja gjalda handtöku yfirvalda á einum presti, sem er með tengsl við hryðjuverkasamtök, sagði Edogan Tyrklandsforseti á útifundi um deiluna við Bandaríkin.

Erdogan blessaður skilur ekki að fyrir þorra Bandaríkjamann, ekki síst fylgismanna Trump, er einn kristinn prestur margfalt meira virði en samanlagður fjöldi múslíma í heiminum.

Tyrknesk yfirvöld handtóku Andrew Brunson mögulega til að þrýsta á að Bandaríkin framselji múslímaklerk í Bandaríkjunum, Fethullah Gulen, sem áður var bandamaður Erdogan, en er sakaður um landráð af stjórninni í Ankara.

Erdogan stendur frammi fyrir þjóðargjaldþroti Tyrkja vegna þess að hann misreiknaði sig og hélt að hægt væri að skipta á sléttu; prestur fyrir múslímaklerk.

 


Vestræn ríki glata samstöðunni

Kanada er pólitísku stríði við Sádí-Arabíu vegna mannréttindabrota múslímaríkisins. Kanadamönnum finnst þeir standa einir. Bandaríkin standa einangruð í viðskiptastríði við klerkaríkið Íran og reyna að kaupa stuðning Bretlands, sem fylgir Evrópusambandinu og vill stunda viðskipti við Íran.

Bandaríkin og Tyrkland deila um viðskipti og mannréttindi. Önnur vestræn ríki sitja hjá. Erdogan Tyrklandsforseti hringir í Pútín í Rússlandi í leit að stuðningi.

Trump vill að Bandaríkin og Rússland nái saman en Evrópusambandið er á móti bættum samskiptum.

Í deilum af þessum toga reyndu vestræn ríki til skamms tíma að sýna samstöðu. Það virðist liðin tíð. Meiri líkur en minni eru á því að enn kvarnist úr samstöðunni. Ástæðan fyrir þessari þróun er að vesturlönd eru ekki lengur sammála um meginsjónarmið annars vegar og hins vegar að hagsmunir vesturlanda eru ekki jafn einsleitir og þeir voru á dögum kalda stríðsins. 


Dagblöð sameinast gegn Trump - og tapa

Bandaríska stórblaðið Boston Globe leiðir óformlegt samráð dagblaða um að mótmæla Trump forseta. Gagnrýni forsetans á falsfréttir eru ástæða mótmælanna, sem munu birtast í leiðurum dagblaðanna.

Samráðið er undir þeim formerkjum að frjálsir fjölmiðlar séu forsenda lýðræðis. En gagnrýni forsetans beinist ekki að fjölmiðlafrelsi heldur falsfréttum. Með samráðinu gegn Trump gera fjölmiðlar ekki annað en að undirstrika að þeir séu á móti forsetanum.

,,Við erum ekki óvinir þjóðarinnar," segir einn ritstjóra Boston Globe. En, óvart, þá hefur forsetinn umboð þjóðarinnar en ekki fjölmiðlar.


Bloggfærslur 12. ágúst 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband