Samanburður launa án sanngirni

Laun eru greidd í krónum en ekki prósentum. Samt er nær öll launaumræða um prósent hér og prósent þar. Með því að stytta eða lengja viðmiðunartíma fást hærri eða lægri prósentur í samanburði starfsstétta.

Viðurkennt er að launabil er hvað minnst hér á landi í alþjóðlegum samanburði. Launajöfnuður ætti að gera auðveldara um vik að ræða hvað skilgreind störf ættu að gefa í aðra hönd. Sú umræða fer ekki fram, nema kannski í hálfum hljóðum á lokuðum fundum.

Hver eru sanngjörn laun bifvélavirkja? Kennara? Þingmanns? Ráðuneytisstjóra? Lagermanns? Sjúkraliða? Flugmanns? Ræstitæknis? - og svo framvegis.

Launasamanburður milli starfshópa fer aldrei fram á forsendum sanngirni. Hvers vegna ætli það sé? Veit enginn hver sanngjörn laun eru fyrir tiltekið starf? 

Er það svo að samanburður launa er gerður í prósentum og hlutfallshækkun gagngert í þeim tilgangi að komast aldrei að samkomulagi heldur standa í stöðugu rifrildi? Það sé í reynd þegjandi samráð um að ná aldrei sameiginlegri niðurstöðu? 

 

 

 


mbl.is Segja fullyrðinguna ranga og villandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icelandair og WOW sameinast? Nei, ekki góð hugmynd

Icelandair og WOW eiga aðeins tvennt sameiginlegt, bæði eru flugfélög og í taprekstri. Að öðru leyti eru félögin gagnólík. Icelandair stendur á gömlum merg Flugleiða, sem áður voru tvö félög, Flugfélag Íslands og Loftleiðir.

WOW er aftur sprotafyrirtæki sem kom til sögunnar þegar Ísland tók flugið sem ferðamannaland. Ef tapreksturinn heldur áfram fer WOW fyrr í gjaldþrot en Icelandair, sem stæði sterkara að vígi.

Ríkisvaldið stóð fyrir sameiningu Flugfélags Íslands og Loftleiða 1973. Tilgangurinn var að bjarga flugsamgöngum til og frá landinu.

Góðu heilli eru í dag engar líkur að eitt eða tvö flugfélög hafi í hendi sér allar flugsamgöngur landsins. Engin ástæða er til að sameina Icelandair og WOW. Tvöfaldur taprekstur er ekki betri en einfaldur.


mbl.is Sameinast flugfélögin fyrr en síðar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleymda fréttin sem afhjúpaði tvískinnung þingmanna

Lítið fór fyrir RÚV-frétt sem birtist fyrir rúmri viku um að alþingismenn ýmist sjálfir eða stofnunin greiði fyrir vinnuna sem fyrirspurnir þingmanna kosta.

Þingmenn, sumir hverjir, eru fyrirspurnarglaðir í meira lagi. Sumar fyrirspurnirnar eru út í bláinn. Þingmaður Pírata spurði um óskráðar reglur þingheims.

Með fyrirspurnum þykjast þingmenn sinna eftirlitsskyldu sinni. Í reynd er þorri fyrirspurna til að vekja athygli á þingmanninum sjálfum.

En, sem sagt, fyrirspurnir kosta skattborgara stórfé. Og nú krefjast opinberar stofnanir aukaframlags vegna vinnu við að svara hégómlegum spurningum þingmanna.

Hver fer aftur með fjárveitingavaldið? Jú, alþingi. Og hver fer með eftirlitið að fjármunum almennings sé vel varið? Jú, alþingi.

Er ekki kominn tími til að almennir borgarar fái vettvang, sérstaka stofnun, er hafi eftirlit með þeim sem hafa eftirlit? 

 


Bloggfærslur 28. ágúst 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband