Búrkur tákn undirgefni

Búrkur eru tákn undirgefni kvenna gagnvart karlvæddri múslímatrú. Samkvæmt íslam eru konur annars flokks borgarar. 

Samtök múslímaríki viðurkenna ekki mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Í ríkjum múslíma gildir Kaíróyfirlýsingin þar sem konur eru settar skör lægra en karlmenn.

Þá er það spurningin: á konum í vestrænum ríkjum að vera frjálst að gera sig undirgefnar og auglýsa það á almannafæri með klæðaburði?

 


mbl.is Boris gagnrýndur vegna búrkuskrifa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ASÍ og pólitík

Sígilda verkalýðsbaráttan, sem Alþýðusamband Íslands stóð fyrir í áratugi, var að bæta efnisleg lífskjör alls almennings. Kaup og kjör launafólks voru miðlæg, einnig húsnæðismál, og síðar aðgangur að heilbrigðisþjónustu og menntun.

Allt eru þetta efnisleg gæði, ef menntun er skilin sem skólaganga. Á seinni árum er nokkuð áberandi umræða í verkalýðshreyfingunni að stemma stigu við ójöfnuði. Hugsunin er að breitt bil milli þeirra efnaminnstu og efnafólks viti á´vont samfélag.

ASÍ var löngum í nánu samneyti við stjórnmálaflokka. Framan af voru skipulagstengsl milli ASÍ og Alþýðuflokks en á seinni hluta síðustu aldar var Alþýðubandalagið verkalýðsflokkurinn.

Á seinni árum starfar ASÍ með stjórnvöldum hverju sinn og minna ber á flokkspólitík. Það eru eðlileg verkaskipti. Þjóðin kýs sér þing í almennum kosningum og hlutverk ASÍ er ekki að stýra lýðræðislegu ferli heldur vinna innan þess.

Árangur ASÍ síðustu áratugi byggir félagslegri samheldni verkalýðshreyfingarinnar. Eftir hrun, þegar stjórnmálakerfið stóð veikt, örlaði á þeirri viðleitni innan verkalýðshreyfingarinnar að nú skyldi sverfa til stáls og gera hreyfinguna að pólitísku vopni. Verði sú raunin grefur verkalýðshreyfingin sína eigin gröf.

Félagsleg samheldni verkalýðshreyfingarinnar liðast í sundur gefi hún sig að flokkspólitík. Það verður ekki afturhvarf til þeirra tíma þegar stjórnmálaflokkar bitust um að ná völdum í einstökum verkalýðsfélögum. Flokkspólitísk verkalýðshreyfing verður einfaldlega ómerkingur og fær ekki lengur aðild að samráði ríkisstjórnar við aðila vinnumarkaðarins. Sem hefur verið helsti styrkur ASÍ síðustu áratugi.

 

 

 


mbl.is Drífa býður sig fram til forseta ASÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. ágúst 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband