Laugardagur, 15. september 2018
WOW ríkisflugfélag
Isavia rekur Keflavíkurflugvöll í umboði og eigu ríkisins. Fréttir herma að flugfélagið WOW sé niðurgreitt af Isavia með því að ekki eru innheimt lendingargjöld af félaginu.
Hér er ekki um neinar smápeninga að ræða. Tveir milljarðar króna er helmingurinn af þeim peningum sem eigendur WOW reyna að safna til að halda félaginu á floti, eða á flugi, öllu heldur.
Ef rétt reynist er WOW orðið ríkisflugfélag að öllu leyti nema nafninu til. Isavia hlýtur að gera grein fyrir ríkisframlaginu til WOW og bjóða öðrum flugfélögum sömu niðurgreiðslu.
![]() |
Hegðun Isavia illskiljanleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 15. september 2018
Trump og Períkles: falsfréttir og fangelsi frásagnarinnar
Fréttir eiga að gefa okkur sannferðuga mynd af ástandi heimsins. Við fylgjumst með fréttum til að fá yfirlit yfir stöðu mála, bæði í nærumhverfi okkar og á fjarlægari slóðum. Fyrir daga fréttamiðla þjónuðu önnur boðskipti þessu hlutverki, fyrst sögur mæltar af munni fram og síðar ritmál í ýmsu formi s.s. á leirtöflum, skinni og loks pappír.
Sögurnar voru ekki fréttir í strangasta skilningi orðsins, en höfðu sama tilgang og fréttaveitur samtímans. Í báðum tilfellum er um að ræða frásagnir af merkilegum tíðindum, sem jafnframt þjóna því hlutverki að útskýra hvað snýr upp og hvað niður í henni veröld.
Á síðasta þriðjungi fimmtu aldar fyrir Krist börðust tvö borgríki um forræðið yfir Grikklandi, Sparta og Aþena. Upphafsmaður sagnritunar í nútímaskilningi, Þúkídídes, færði Pelópsskagastríðið í letur.
Snemma í stríðinu var rekunum kastað á falla Aþenumenn. Leiðtogi borgríkisins, Períkles, flutti jarðafararæðu sem telst til sígildrar málssnilli. Í ræðunni ber Períkles saman Aþenu og Spörtu. Aþenumenn eru frjálshuga, stunda umræður til að leita sannleikans og allir taka þeir þátt í stjórnmálum, aðeins ónytjungar láta stjórnmál afskiptalaus. Í Spörtu er á annan veg farið. Þar ríkir þrælslundin í herskálamenningu, sem er jafn harðúð og hún er leiðinleg.
Períkles færir í stílinn. Hann dregur taum Aþenumanna, lítur t.d. framhjá kvenfyrirlitningu þeirra, og málar skrattann á vegginn þar sem þeir spartversku eru. En gerir það af snilld.
Eftir samanburðinn segir Períkles þessi merkilegu orð: ,,Við þurfum engan Hómer til að syngja okkur lof né neitt annað skáld sem sannleikurinn kann að vefjast fyrir þó að stef þess hljómi vel um stundarbil."
Þarna varar Períkles við falsfréttum - fyrir 2400 árum rúmum.
Hómer skrifaði ekki um Pelópsskagastríðið heldur um Trójustríðið, sem var háð mörg hundruð ár fyrir daga Períklesar. En Hómer var ráðandi frásögn á tímum Períklesar. Skáldin sungu Hómerskviður í bland við samtímasögur af stríði Aþenu og Spörtu.
Trump forseti Bandaríkjanna er enginn Períkles. En líkt og sá gríski berst Trump við andstæðinga sína um hver skuli ráða frásögninni af embættisverkum hans. ,,Stefin" sem ganga á skjön við sannleikann voru vandamál á tímum Forn-Grikkja rétt eins og þau eru í dag.
Kjarni umræðunnar um falsfréttir er þessi: við eru öll fangar ráðandi frásagnar. Pólitísk barátta, hvort heldur á litla Íslandi, eða úti í hinum stóra heimi, snýst um að ráða frásögninni. Í þeirri baráttu er trú og von en harla lítill kærleikur. Og sannleikurinn? Hann týnist í hávaða baráttunnar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 14. september 2018
Skrípal og yfirvofandi rússnesk árás
Bretum hefur ekki tekist að sanna að rússnesk yfirvöld séu að baki eiturtilræðinu gegn Skrípal-feðginum í Sailsbury. Rússum tekst ekki að þvo hendur sínar af tilræðinu.
Í frásögn breskra yfirvalda er Skrípal-tilræðið neðanmálsgrein við stórsöguna um að Vestur-Evrópu, gott ef ekki Bandaríkjunum líka, stafi ógn af yfirvofandi árás frá Rússlandi. Líkt og Sovétríkin og kommúnismi væru enn við hestaheilsu.
Breskir fjölmiðlar, og vestrænir fjölmiðlar almennt, leggja trúnað á neðanmálsgreinina um Skrípal rétt eins og þeir kaupa tröllasöguna um útþenslu Rússlands eftir fall Sovétríkjanna.
Ósannað er hvort neðanmálsgreinin sé rétt. En við vitum að tröllasagan er röng.
![]() |
Hæða viðtalið við tilræðismenn Skripals |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 14. september 2018
Orkusamsæri í tveim þáttum á alþingi
Evrópusambandið hyggst sækja sér íhlutunarrétt í raforkumál á Íslandi. ESB ákvað einhliða að gera raforkumál hluta af EES-samningnum, sem Ísland á aðild að, og stýrir samskipum okkar við sambandið.
Ríkisstjórnin hyggst samþykkja fullveldisframsal í raforkumálum. Leikþáttur verður settur á svið þar sem fyrst eru sett lög um að sæstrengur til Evrópu sé háður samþykki alþingis. Þar með þykist meirihlutinn reisa skorður við ásælni ESB í íslenska raforku. Síðan verður framsal fullveldis viðurkennt með samþykkt þriðja orkupakka ESB.
Ísland á vitanlega ekki að samþykkja orkupakka ESB. Við eigum að halda raforkumálum, virkjun fallvatna, alfarið í íslenskum höndum.
![]() |
Þriðji orkupakkinn í febrúar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 13. september 2018
Hommar ekki tilræðismenn Skrípal
Ruslan Boshirov og Alexander Petrov komu fram í viðtali eftir ásakanir um að þeir standi á bakvið Skrípal-tilræðið í Bretlandi í vor. Í ítarlegri útgáfu viðtalsins í Telegraph er gefið til kynna að meintir tilræðismenn séu hommar.
Bresk yfirvöld segja mennina útsendara rússneskra yfirvalda; þeir Ruslan og Alexander segjast starfa í fæðubótariðnaði og ferðast oft saman til útlanda að kynna sér tískuna í fæðubótarefnum.
Augljóst er af frásögnum breskra yfirvalda annars vegar og hins vegar rússneskra og félaganna tveggja að stórkostlegur lygavefur er ofinn um Skrípal-tilræðið.
Cui bono?, hver hagnast?, spurðu Rómverjar er óupplýst tilræði var hulið lygum og blekkingum.
Hvort hagnast meira af Skrípal-tilræðinu May forsætisráðherra Breta, sem stendur í Brexit-fárviðri, eða Pútín í Moskvu sem fagnaði heimsmeistaramóti í Rússlandi fáeinum vikum eftir tilræðið?
![]() |
Til Salisbury að skoða dómkirkjuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fimmtudagur, 13. september 2018
Ísland: há laun og jöfn
Ísland er hálaunaland þar sem meðaltekjur á mánuði eru liðlega 700 þús. kr. Jafnvel þótt hæstu laun séu tekin út fyrir sviga, og aðeins miðgildið reiknað, eru mánaðartekjurnar 618 þús. kr.
Þá er Ísland einnig jafnlaunaland. Aðeins tæplega 10% launamanna með heildarlaun undir 400 þúsundum króna og um 12% launamanna voru með heildarlaun yfir milljón krónur á mánuði.
Ísland, best í heimi, hefur verið sagt af minna tilefni.
![]() |
Heildarlaun að meðaltali 706 þúsund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 13. september 2018
Al-Thani, Hauck & Aufhäuser og núna WOW
Íslenskir viðskiptajöfrar taka reglulega snúning á almenningi og ríkissjóði með skáldskap um að útlendingar sýni þeim traust. Hauck & Aufhäuser bankinn í Þýsklandi átti að vera meðkaupamdi íslenskra gulldrengja á Búnaðarbankanum 2003. Það var blekking.
Útlenskur olíufursti, Al-Thani, var sagður kaupa hlut í Kaupþingi kortéri fyrir hrun. Blekking.
![]() |
Ólíklegt að bankarnir komi að WOW |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 06:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 12. september 2018
Þorgerður Katrín vill ekki völd, sei, sei, nei
Formaður Viðreisnar segir um ríkisstjórnina að hún sé um ,,standa saman um kyrrstöðu og völd." Kyrrstaðan er ekki meiri en svo að allt er á fleygiferð í efnahagslífinu og hefur verið um árabil. Ekkert atvinnuleysi - þvert á mót stórfelldur innflutningur á vinnuafli - hagvöxtur og velsæld í öllu þjóðlífinu.
Þegar Þorgerður Katrín var varaformaður Sjálfstæðisflokksins og ráðherra sóttist hún ábyggilega ekki eftir völdum. Ekki heldur er hún leysti af hólmi Benedikt Jóhannesson í formennsku Viðreisnar.
Völd eru ekki til í orðabók Þorgerðar Katrínar nema sem skammaryrði. Til hvers ætli hún sé í stjórnmálum?
![]() |
Vonar að skynsamir stöðvi Trumpara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 12. september 2018
Pútin setur hausinn í snöruna
Bretland og Nató-ríkin vilja að almenningur trúi þeirri sögu að rússneskir njósnarar gerðir út af örkinni af stjórnvöldum í Moskvu, sem Pútín forseti ber ábyrgð á, hafi sýnt Skrípal-feðginum banatilræði.
Tilræðið mistókst en fyrir slysni dó ung bresk kona sem komst í tæri við eitrið er notað var á Skrípal-fólkið.
Bresk yfirvöld segjast hafa sannanir fyrir aðild Rússa og hafa birt myndir af meintum tilræðismönnum.
Nú segist Pútín forseti vita hverjir eru á myndum bresku leyniþjónustunnar og það séu ekki glæpamenn - væntanlega ekki heldur njósnarar.
Pútín myndi ekki koma fram opinberlega nema hann væri viss í sinni sök.
Sjáum hvað setur.
![]() |
Pútín: Hinir grunuðu eru ekki glæpamenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 12. september 2018
Nei, Skúli, engin ríkisábyrgð fyrir WOW
WOW er glæsilegt félag á barmi gjaldþrots. Nú vill forstjórinn Skúli Mogensen fá ríkisábyrgð á skuldum félagsins. Ríkisábyrgðin verður ekki véluð á alþingi, það væri dautt mál, heldur með baktjaldamakki við bankakerfið, sem er að mestu ríkisrekið.
Skúli er snjall markaðsmaður. Líklega er hann með hreðjatak á lífeyrissjóðakerfinu, sem leggst á árarnar með honum að kría út ríkisábyrgð. Slægð markaðsmannsins er að gera WOW of stórt til að falla. Þar með opnast ríkissjóður til að halda ævintýrinu áfram á kostnað almennings.
WOW er einkaframtak sem skal standa og falla á frjálsum markaði. Markaðurinn ýmist umbunar eða refsar. Ef WOW fær ríkisábyrgð er markaðslögmálum kippt úr sambandi. Einkareksturinn verður ríkisvá.
Tíu ár eru frá bankahruninu. Stjórnvöld verða að sýna að þau lærðu sína lexíu. Og harðneita allri ríkisábyrgð á áhætturekstri.
![]() |
Vongóðir um fjármögnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)