WOW borgar hæstu vexti í Evrópu

Ekkert flugfélag í Evrópu borgar hærri vexti en WOW, samkvæmt úttekt Bloomberg sem Viðskiptablaðið segir frá. Vextir endurspegla áhættuna sem því fylgir að veita WOW lán.

Lággjaldaflugfélög eins og WOW berjast í bökkum, einkum vegna hækkandi vaxta og hærra eldsneytisverðs. WOW flaug sitt fyrsta flug 2012 og hefur notið lágra vaxta, sífellt fjölgandi ferðamanna og lágs eldsneytisverðs í sex ár. Samt skuldar félagið lendingargjöld á Keflavíkurflugvelli, einn til tvo milljarða króna, og sækir neyðarlán á útlendum mörkuðum á okurvöxtum - 9 prósent.

WOW gefur reglulega út tilkynningar um góða sætanýtingu. Flugfargjald sem selt er undir kostnaðarverði skilar góðri sætanýtingu en samt taprekstri.


Stundin kemur ekki út - engin eftirspurn

Prentútgáfa Stundarinnar kom ekki út í gær, frestað um viku að sagt er. Stundin er gefin út fyrir Pírata og Samfylkingu en stuðningsfólk þessara flokka eru hvað líklegastir til að fylgjast ekki með fréttum, samkvæmt könnun MMR.

Ríkisstjórnin hyggst veita 500 milljónum í stuðning við fjölmiðla. Tilgangsleysi slíks stuðnings blasir við þegar um er að ræða fjölmiðla sem svara engri eftirspurn.

Ríkið heldur úti RÚV en þangað leita sífellt færri eftir fréttum. Í stað ríkisstuðnings er nærtækara að halda aftur af fjármunum til RÚV og láta markaðnum um að ákveða hvaða fréttamiðlar fá áheyrn - og þar með tekjur af auglýsingum og áskriftum.


mbl.is Fréttir oftast sóttar á fréttavefi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. september 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband