Heildarhagsmunir eða einkahagsmunir lækna

Hvort er líklegra, að læknar í einkarekstri horfi fremur til almannahagsmuna, eða afkomu fyrirtækisins sem þeir reka?

Hvort er líklegra að jafnræði til heilbrigðisþjónustu verði betur tryggt með opinberum rekstri eða einkarekstri?

Málið er ekkert ýkja flókið. Annað tveggja viljum við að almenningur eigi jafnan rétt til heilbrigðisþjónustu eða að við viljum innleiða ójöfnuð.


mbl.is Fagnar að horft sé til heildarmyndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirgefning á tímum samfélagsmiðla - fæst ekki

Fjölmiðlar dansa eftir takti samfélagsmiðla. Lýðræðinu er að mörgu leyti betur borgið með samfélagsmiðlum en án þeirra. Fleiri taka til máls, erfiðara er að beita þöggun.

En hefndarþorsti og múgsefjun fylgir lýðræðinu frá öndverðu: Aþenumenn dæmdu Sókrates til dauða.

Á tímum samfélagsmiðla eru fjölmiðlar ágengari - oft miskunnarlausari - en þeir voru fyrir daga netmiðlunar. Þeir eru í beinni samkeppni um fréttir og frásagnir. Á samfélagsmiðlum er fyrst skotið en síðan spurt um sekt eða sýknu líksins. Fjölmiðlar tileinka sér æ oftar sömu vinnubrögð.

Er samfélagið betra eða verra á tímum samfélagsmiðla? Sumpart betra en að öðru leyti verra. Gildi sem einu sinni þóttu virðingarverð, eins og fyrirgefning gamalla synda, eru farin í hundana. Mögulega, en aðeins mögulega, eru forvarnir í samfélagsmiðlum. Kannski hugsa einhverjir með synduga hugsun sig um tvisvar eða þrisvar áður en þeir láta til skarar skríða af ótta við að afhjúpun. Á móti kemur að sumir saklausir eru teknir af lífi í fárinu sem verður stundum til á samfélagsmiðlum og fjölmiðlar breiða út.

Syndin fylgir manninum frá upphafi. Í heimi fámiðlunar áttu syndarar skjól, glæpamenn sömuleiðis. Skjólin eru heldur færri nú til dags. 

 


mbl.is Bað Þóri að draga sig í hlé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trump sigrar óþekkta embættismanninn

Trump er á móti kerfinu sem svelti bandarískan almenning. Störf milli- og lágtekjufólks voru undir Obama, Bush og Clinton flutt frá Bandaríkjunum til Mexíkó og Kína. Störfin sem voru eftir gáfu svo lítið í aðra hönd að launþegar í fullri vinnu þurftu félagslega aðstoð að láta enda ná saman.

Óþekkti embættismaðurinn skrifar nafnlausa grein í New York Times að Trump sé siðblindur og óstabíll sem steypa verði af stóli. Óþekkti embættismaðurinn er Kerfið með stóru ká-i.

Andstæðingar Trump hafa gert hann að grískri hetju margra lasta en stórra afreka. Trump er Akkilles í Hómerskviðu en óþekkti embættismaðurinn Agamemnon; freki hundurinn með hérahjartað - sum sé huglaus.

Leikritið með nafnlausa embættismanninn í aðalhlutverki fellur fullkomlega að hetjuímynd Trump. Ef ekki ætti í hlut svarinn óvinur Trump, þ.e. New York Times, háborg frjálslynda stjórnmálakerfisins, mætti ætla að handritið væri skrifað í Hvíta húsinu til að sýna baráttu góðs og ills, forsetann á móti Kerfinu. 


mbl.is Pence ekki óþekkti embættismaðurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. september 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband