Katla, náttúran gera grín að Vinstri grænum

Gróðurþekja á jörðinni hefur vaxið um 7 prósent frá 1982. Heimsendaspámenn kenndir við loftslagsvá segja jörðina óbyggilega sökum aukins koltvísýrings, sem aftur er gróðri nauðsynlegur. Á Íslandi neita Vinstri grænir að sitja í ríkisstjórn nema að sett verði stopp á manngerðan koltvísýring, sem verður til við bruna á jarðefnaeldsneyti.

Vandinn er þessi: í fyrsta lagi vitum við ekki hvað er heppilegur koltvísýringur í andrúmsloftinu. Í öðru lagi vitum við ekki hver æskilegur meðalhiti á jörðinni ætti að vera. Í þriðja lagi vitum við ekki hve mikil áhrif koltvísýringur hefur á lofthita.

Til að kóróna óvissuna höfum við ekki hugmynd um hve mikið af koltvísýringi verður til í náttúrulegum ferlum, sem við höfum enga stjórn á, t.d. eldvirkni. 

Í athugasemd við færslu Magnúsar Tuma Guðmundssonar skrifar Vilhjálmur Þór Bjarnason: 

Til að setja þetta gríðarlega magn [koltvísýrings úr Kötlu] í samhengi þá eru þetta allt að 7,3 miljón tonn á ári samanborið við heildarlosun íslands á CO2 (ígildi) var 4,7 miljón tonn 2016. Ekki satt?

Enginn andmælir útreikningi Vilhjálms Þórs. Ef útreikningurinn er svo mikið sem nálægt því að vera réttur sýnir hann algert tilgangsleysi allra tillagna Vinstri grænna og vásinna um að draga úr manngerðum koltvísýringi.

Tillögur Vinstri grænna eru brandari sem náttúran afhjúpar. Þegar fólk fattar grínið er úti um fylgi Vinstri grænna.


mbl.is Mikið útstreymi CO2 ekki merki um gos
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Launahækkun óþörf: dugnaður og heppni ræður stéttastöðu

Ísland er jafnlaunaland. Af því leiðir þarf ekki að hækka launin við gerð næstu kjarasamninga, aðeins leiðrétta þau m.t.t. launavísitölu. Dugnaður og heppni ræður stéttastöðu fólks.

Þeir heppnu velja sér foreldra sem eiga pening. Þeir óheppnu eiga um tvo kosti að velja. Að sætta sig við síðri afkomu en þeir heppnu eða duga sér og sínum til að færast upp um stétt eða tvær. Menntun er þar lykilatriði.

Ofanritað er samantekt á viðtengdri frétt. Þar segir að sex stéttir séu á Íslandi. Arfur og menntun ræður mestu um stéttastöðu fólks.

Á Íslandi frá miðöldum voru fjórar stéttir: stórbændur og embættismenn (prestar, sýslumenn) sátu efst; þar á eftir meðalbændur; þá fátækir bændur og loks vinnuhjú. Hreyfanleiki milli stétta þótti fullboðlegur. Með sparnaði og elju gátu vinnuhjú orðið leiguliðar, þ.e. fátækir bændur. Fátækur bóndi gat orðið meðalbóndi og sá meðalgildi stórbóndi. Sömu breyturnar voru að verki og í dag; arfur, dugnaður og menntun.

Niðurstaða: í jafnlaunalandi eru það ekki tekjurnar sem skipta höfuðmáli. Heldur dugnaður og heppni.


mbl.is Eignaskipting mjög ójöfn á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. september 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband