Lekinn, Einar Þór og Fréttablaðið

Ein­ar Þór Sverr­is­son tengist bæði Vinnslustöðinni og Fréttablaðinu nánum böndum, sem stjórnarmaður og lögmaður. Guðmundur Kristjánsson, sem á í útistöðum við Vinnslustöðina, geri því skóna að Einar Þór kynni að hafa lekið upplýsingum, sem hann hafði sem lögmaður Vinnslustöðvarinnar, til Fréttablaðsins - sem notaði meintan leka til að gera Guðmund tortryggilegan.

Í svari Einars Þórs, sem er ítarlegt, neitar hann ekki að hafa lekið upplýsingum. Lykilefnisgrein Einars Þórs er eftirfarandi:

Ég sem formaður stjórn­ar út­gáfu­fé­lags Frétta­blaðsins skrifa ekki frétt­ir Frétta­blaðsins, ákveð ekki efnis­tök, eða veit yf­ir­höfuð hvað birt­ist í blaði morg­undags­ins. Þannig er það, hef­ur verið og mun verða. Störf mín fyr­ir Vinnslu­stöðina í Vest­manna­eyj­um og út­gáfu­fé­lag Frétta­blaðsins tengj­ast ekki á nokk­urn hátt.

 

Guðmundur sagði ekki að Einar Þór skrifaði Fréttablaðið, heldur að Fréttablaðið gæti hafa fengið upplýsingar frá lögmanninum. Síðasta setningin í tilvitnaðri efnisgrein er augljóslega ósönn. Einar Þór lögmaður Vinnslustöðvarinnar og Einar Þór stjórnarformaður Fréttablaðsins eru einn og sami maðurinn. Það heitir tenging á mæltu máli.

Spurningin er: lak Einar Þór upplýsingum til Fréttablaðsins. Það er lögmæt spurning.


mbl.is Stjórnarformaður 365 svarar Guðmundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trump gerir hægrimenn að hetjum vinstrisinna

Vinstrisinnar flykkjast að hægrimönnum, segja þá hetjur og fyrirmyndir. Bush-feðgarnir eru komnir á stall hjá vinstrimönnum, John McCain líka og meira að segja fyrrum skúrkar úr CIA og FBI eru í náðinni hjá vinstrimönnum.

Hvers vegna? Jú, sökum þess að ofantaldir eru meðal andstæðinga Trump. Það er nóg.

Vinstriútgáfan Guardian hefur áhyggjur af þessari þróun.

Skiljanlega. Þegar yfirlýstir hægrimenn eru orðnir átrúnaðargoð er fátt um fína drætti á vinstri væng stjórnmálanna.


WOW-hagfræðin

„Það er hinn mikli vöxt­ur ferðaþjón­ust­unn­ar og bati viðskipta­kjaranna sem núna eru að ganga til baka sem keyrðu upp gengið," segir bankastjóri Seðlabankans um hádegisbil í gær.

Tveim klukkustundum síðar tilkynnti WOW flugfélagið að það hefði tryggt sér fjármagn til að halda áfram rekstri. Tvennt gerðist lóðbeint í framhaldi á mörkuðum. Hlutabréf Icelandair féllu um 3 prósent og krónan veiktist um hálft prósent.

Hlutabréfamarkaðurinn gerir ráð fyrir að ferðamenn verði áfram fluttir til Íslands undir kostnaðarverði. Tapið er borið uppi af eigin fé flugfélaganna, og núna lánum, svo lengi sem það endist. Gjaldeyrismarkaðurinn er ekki bjartsýnn, krónan veiktist í stað þess að styrkjast.

Seðlabankastjóri og markaðurinn segja sömu söguna. Vöxtur ferðaþjónustunnar er kominn að endimörkum. Í stað þess að horfast í augu við veruleikann er búin til froða. Síðustu dagar bankakerfisins fyrir hrunið eru kenndir við Al-Thani, svindlið um að olíufursti treysti gjaldþrota Kaupþingi fyrir peningunum sínum. Síðustu vaxtadagar ferðaþjónustunnar verða merktar Al-WOW. Framburðurinn er svona: al-vá.


mbl.is Seðlabankinn á varðbergi vegna stöðunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. september 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband