Sjálfstæðisflokkurinn, byltingin og hrunið

Þeir sem kenna Sjálfstæðisflokknum um hrunið gætu allt eins sagt að þjóðin beri ábyrgð á hruninu. Sjálfstæðisflokkurinn er allt lýðveldistímabilið móðurflokkur íslenskra stjórnmála, sem reglulega sækir umboð sitt til þjóðarinnar í lýðræðislegum kosningum.

Þeir sömu og kenna Sjálfstæðisflokknum um hrunið reyndu byltingu í eftirhruninu. Það átti með góðu eða illu að troða Íslandi inn í Evrópusambandið og afnema stjórnarskrá lýðveldisins.

Byltingaröflin náðu völdum vorið 2009 og helltu olíu á eldinn undir slagorðinu ,,ónýta Ísland". Þeim varð ekki kápan úr klæðinu og þjóðin hrakti vinstristjórn Jóhönnu Sig. frá völdum 2013. Vinstri grænir og Samfylking, sem fengu hreinan meirihluta í þingkosningunum 2009 hröpuðu niður í smáflokka, 10,9 prósent og 12,9 prósent.

Í eftirhruninu reyndu byltingaröfl á vinstri kanti stjórnmálanna að endurskrifa söguna og láta líta svo út að Valhöll stjórnaði bankakerfinu hér á landi. Var Jón Ásgeir innsti koppur í búri Sjálfstæðisflokksins? Hvað með þá Kaupþingskappa Ólaf, Hreiðar Má og Sigurð? Björgólfur Guðmundsson, aðaleigandi Landsbanka, var aftur heiðursgestur á landsfundi Samfylkingar 2003, - þegar drög voru lögð að hruni.

 


mbl.is Kenna öðrum um hrunið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vanskil í góðæri - þrotafólkið

Sumir komast í vanskil í góðæri. Stundum valda heilsuleysi eða ófyrirséð áföll tekjuskerðingu sem leiða til vanskila. Félagsleg úrræði eru fyrir hendi, sem samstaða er um að veita í slíkum tilfellum.

En sumir eru í eilífu basli og kunna ekki fótum sínum fjárhagsleg forráð. Þrotafólkið eyðir ávallt meira en það aflar og trúir á lottóvinning í lífinu. Ef ekki happadrættisvinning, þá einhvern viðskiptasamning, þægilega innivinnu á háum launum, maka sem fyrirvinnu, arf eða að peningarnir vaxi einn góðan veðurdag á trjánum.

Þrotafólkið verður alltaf meðal okkar. Það er fylgifiskur sjálfsforræðisins sem við öll höfum til að haga lífi okkar á þann veg sem við kjósum - innan ramma laga og ríkjandi siðferðisreglna.

 


mbl.is 13% heimila í vanskilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trump, hláturinn og endalok yfirstéttar

Hlegið var að Trump á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þegar hann boðaði endalok alþjóðahyggju og upprisu þjóðríkisins, segir vinstriútgáfan Guardian. Aðrar útgáfur, t.d. mbl.is, gera því skóna að hláturinn stafaði af monti forsetans á afrekum ríkisstjórnar Bandaríkjanna.

Trump vekur ýmist hlátur en þó oftar grát og gnístran tanna. Líklega vita flestir að forsetinn er boðberi válegra tíðinda fremur frelsari.

Válegu tíðindin eru þau að Trump boðar endalok tímabils. Fólk hræðist uppstokkun, hvort heldur á eigin lífi, samfélagsins eða hinum stóra heimi. Uppstokkun fylgir óvissa.

Á hinn bóginn fylgja róttækum breytingum möguleikar að hugsa hlutina upp á nýtt. Alþjóðahyggjan var til dæmis lítt dulbúin valdsókn yfirstéttar rótlausra heimsborgara sem tróð eigin fordómum ofan í kok íbúa ólíkra menningarsvæða og heimalanda. Engin eftirsjá að henni.

Hláturinn á þingi Sameinuðu þjóðanna var taugaveiklun yfirstéttar liðins tíma.


mbl.is Afrekað meira en forverar hans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. september 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband