Stjórnmál færa engum hamingju - og eiga ekki

Enginn er óhamingjusamur vegna stjórnmála, nema ef til vill vonsviknir stjórnmálamenn. Hamingja verður til þegar fólk sækist eftir verðugum markmiðum og nær árangri. 

Á seinni tíð örlar á þeirri hugsun að beri ábyrgð á hamingju fólks. Ef peningar eru ekki settir í tiltekið verk valdi það óhamingju út í bæ. Þeir sem þannig tala annað tveggja vita ekki hvað hamingja er eða stunda vísvitandi blekkingar.

Stærsti hluti stjórnmálanna snýst um að skipta verðmætum mældum í peningum Og það veit hver maður eldri en tvævetra að peningar skipta ekki sköpum um hamingju fólks. Sem betur fer. 


mbl.is Þingmenn dusti vitleysuna í burtu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varúð: aukin ríkisútgjöld og krónan veikist

Ríkisstjórnin skrúfar upp útgjöld. Krónan fellur um hálft prósent í morgun, eftir fréttir gærdagsins um herkostnaðinn við ríkisstjórnaraðild Vinstri grænna.

Fyrir hádegi í dag er sagt frá útgjaldaaukningu á sviði velferðar- og samgöngumála. Eftir hádegi hlýtur krónan að síga áfram.

Ef frá er talin ímynduð loftslagsvá Vinstri grænna er aukning ríkisútgjalda að einhverju marki nauðsynleg vegna almennra kjarasamninga sem standa fyrir dyrum.

Verðbólgan sem hlýst af veikingu krónunnar keyrir heim þau skilaboð að verkefni verkalýðshreyfingarinnar er að verja áunnin kaupmátt - meira er ekki að sækja. Hagvaxtaskeiðinu er lokið.

Eina spurningin er hvort lending hagkerfisins verði hörð eða mjúk.


mbl.is Teygja sig til barnafjölskyldna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Morgunverður í múslímalandi

Maður var handtekinn í Sádí-Arabíu eftir að myndband með honum og samstarfskonu fór á netið þar sem þau borðuðu saman morgunverð. Já, morgunverð. Lög í múslímaríkinu banna að kona og karl sem ekki eru hjón og ekki blóðskyld neyti saman matar.

Guardian segir frá glæpsamlega athæfinu og sýnir myndbandið af atvikinu.

Sérstaklega fór það fyrir brjóstið á harðlínumúslímum að konan fæða manninn. Það þykir guðlast að kona stingi matarbita upp í mann sem ekki er með umráðarétt yfir konunni. 


Bloggfærslur 11. september 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband