Ódýr Viðreisn: atvinnuleysi, já takk

Viðrein boðar viðvarandi atvinnuleysi með einhliða upptöku útlends gjaldmiðils í stað krónunnar. Efnafólk græðir á stefnu Viðreinar en allur almenningur tapar.

Krónan jafnar byrðinni þegar illa árar í efnahagslífinu. Í góðæri, líkt og undanfarin ár, hagnast allir á sterkri krónu, vöruverð lækkar og ferðlög verða ódýrari.

Stefna Viðreisnar er að taka upp útlendan gjaldmiðil sem hreyfist ekki í takt við íslenskt efnahagslíf. Afleiðingarnar yrðu viðvarandi atvinnuleysi, eins og þekkist í evru-ríkjum, og harðari aðlögun að efnahagssveiflum.


mbl.is Viðreisn vill ódýrara Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trump-flokkur í Þýskalandi - til vinstri

Trump varð forseti til að bæta hag lágtekju- og millitekjufólks. Maður sem ferðaðist um Bandaríkin, Victor Davis Hanson, sér merki þess að verndartollar og harðari innflytjendastefni skil sér í betri hag launafólks.

Ný vinstriflokkur í Þýskalandi,Vaknið, notar sömu rök og Trump. Samkvæmt vinstriútgáfunni Guardian segir Sahra Wagenknecht  á stofnfund flokksins: niðurstöður könnunar sýna 40% launþega búa við lægri ráðstöfunartekjur en fyrir 20 árum. Þessu verði að breyta.

Það var og. Vinstrimenn taka upp Trump-stefnu. Og það í sjálfu Þýskalandi.   


Ísland eignast óvini - þar sem áður voru vinir

Samskipti Íslands og Rússlands, áður Sovétríkjanna, hafa ávallt verið vinsamleg. Rússar studdu okkur í landhelgisstríðinu. Bretar lokuðu á okkur en Rússar keyptu fiskinn.

Á tímum kommúnisma og köldu stríði gátum við samt ekki leyft okkur of nána vináttu. Sovétríkin stóðu fyrir útþenslu framandi hugmyndafræði, beittu nágrannaþjóðir yfirgangi, samanber Ungverjaland og Tékkóslóvakíu, sem fengu að kenna á herjum Varsjárbandalags kommúnistaríkja.

Ísland var í Nató, með herverndarsamning við Bandaríkin, og taldi sig til lýðræðisþjóða Vestur-Evrópu.

En svo féll Berlínarmúrinn, kommúnisminn gufaði upp og Sovétríkin sömuleiðis. Allt á tveggja ára tímabili, 1989 til 1991.

Allar forsendur voru fyrir auknum samskiptum okkar við Rússland sem reyndi að hökta og skrölta í átt að lýðræði, líkt og öll Austur-Evrópa. En þá brá nýrra við. Bandaríkin og Evrópusambandið ákváðu að Rússland yrði áfram óvinur númer eitt í heiminum. Varsjárbandalag kommúnistaríkja var aflagt en Nató stækkað í austur, gagngert til að sauma að Rússum sem voru í sárum. 

Við sameiningu Þýskalands fengu Rússar loforð fyrir því Nató yrði ekki stækkað í austur. Það loforð var svikið blákalt.

Ágangur Bandaríkjanna/ESB við vesturlandamæri Rússlands leiddi til Úkraínudeilunnar 2014. Við það urðu Íslendingar í gegnum Nató-aðild og EES-samninginn óvinir Rússa.

Óvinátta okkar og Rússa er siðlaus, ræðst eingöngu af stórveldapólitík, þar sem svokallaðir vinir okkar hafa á röngu að standa. Að einhverju marki þurfum við að fylgja bandalagsríkjum okkar. En við eigum að láta í ljós vanþóknun okkar á siðlausu framferði. Jafnframt eigum við að losa okkur við bandalög sem þjóna ekki hagsmunum okkar. Til dæmis EES-samninginn.


mbl.is Ísland styður á þriðja tug þvingana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. september 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband