Hommar ekki tilrćđismenn Skrípal

Rusl­an Bos­hirov og Al­ex­and­er Petrov komu fram í viđtali eftir ásakanir um ađ ţeir standi á bakviđ Skrípal-tilrćđiđ í Bretlandi í vor. Í ítarlegri útgáfu viđtalsins í Telegraph er gefiđ til kynna ađ meintir tilrćđismenn séu hommar.

Bresk yfirvöld segja mennina útsendara rússneskra yfirvalda; ţeir Ruslan og Alexander segjast starfa í fćđubótariđnađi og ferđast oft saman til útlanda ađ kynna sér tískuna í fćđubótarefnum.

Augljóst er af frásögnum breskra yfirvalda annars vegar og hins vegar rússneskra og félaganna tveggja ađ stórkostlegur lygavefur er ofinn um Skrípal-tilrćđiđ.

Cui bono?, hver hagnast?, spurđu Rómverjar er óupplýst tilrćđi var huliđ lygum og blekkingum.

Hvort hagnast meira af Skrípal-tilrćđinu May forsćtisráđherra Breta, sem stendur í Brexit-fárviđri, eđa Pútín í Moskvu sem fagnađi heimsmeistaramóti í Rússlandi fáeinum vikum eftir tilrćđiđ?

 


mbl.is Til Salisbury ađ skođa dómkirkjuna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ísland: há laun og jöfn

Ísland er hálaunaland ţar sem međaltekjur á mánuđi eru liđlega 700 ţús. kr. Jafnvel ţótt hćstu laun séu tekin út fyrir sviga, og ađeins miđgildiđ reiknađ, eru mánađartekjurnar 618 ţús. kr.

Ţá er Ísland einnig jafnlaunaland. Ađeins tćp­lega 10% launa­manna međ heild­ar­laun und­ir 400 ţúsund­um króna og um 12% launa­manna voru međ heild­ar­laun yfir millj­ón krón­ur á mánuđi.

Ísland, best í heimi, hefur veriđ sagt af minna tilefni.

 


mbl.is Heildarlaun ađ međaltali 706 ţúsund
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Al-Thani, Hauck & Aufhäuser og núna WOW

Íslenskir viđskiptajöfrar taka reglulega snúning á almenningi og ríkissjóđi međ skáldskap um ađ útlendingar sýni ţeim traust. Hauck & Aufhäuser bankinn í Ţýsklandi átti ađ vera međkaupamdi íslenskra gulldrengja á Búnađarbankanum 2003. Ţađ var blekking.

Útlenskur olíufursti, Al-Thani, var sagđur kaupa hlut í Kaupţingi kortéri fyrir hrun. Blekking.

Núna segir um WOW:
 
 Ekki liggja fyr­ir stađfest­ar upp­lýs­ing­ar um hve mikiđ fjár­magn [íslensku] bank­arn­ir ţyrftu ađ lána WOW air. Ákveđi bank­arn­ir hins veg­ar ađ lána ţađ sem upp á vant­ar binda menn von­ir viđ ađ ađrir fjár­fest­ar taki ţátt í útbođinu.
 
Ţađ var og. Íslensku bankarnir eru í eigu ríkisins ađ stćrstum hluta. Ríkisábyrgđ á lánum til WOW er ađ selja fjölskyldusilfriđ í hendur manna sem lofa lottóvinningi.
 
Fimm ástćđur eru fyrir ţví ađ lottóvinningurinn mun ekki skila sér í hús:
a. vextir á alţjóđamörkuđum eru á uppleiđ, ţađ verđur dýrara ađ fjármagna rekstur
b. eldsneytisverđ fer hćkkandi
c. ferđamönnum til Íslands fćkkar
d. lággjaldafélög eins og WOW eru um allan heim í taprekstri
e. eigendur WOW safna skuldum í góđćri. Ţeir munu enn síđur halda sjó í hallćri
 
Óskiljanlegt er ađ ţađ skuli vera til umrćđu ađ íslenskir ríkisbankar gefi ţví gaum ađ lána WOW.
 

 


mbl.is Ólíklegt ađ bankarnir komi ađ WOW
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 13. september 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband