Skrípal og yfirvofandi rússnesk árás

Bretum hefur ekki tekist að sanna að rússnesk yfirvöld séu að baki eiturtilræðinu gegn Skrípal-feðginum í Sailsbury. Rússum tekst ekki að þvo hendur sínar af tilræðinu.

Í frásögn breskra yfirvalda er Skrípal-tilræðið neðanmálsgrein við stórsöguna um að Vestur-Evrópu, gott ef ekki Bandaríkjunum líka, stafi ógn af yfirvofandi árás frá Rússlandi. Líkt og Sovétríkin og kommúnismi væru enn við hestaheilsu.

Breskir fjölmiðlar, og vestrænir fjölmiðlar almennt, leggja trúnað á neðanmálsgreinina um Skrípal rétt eins og þeir kaupa tröllasöguna um útþenslu Rússlands eftir fall Sovétríkjanna.

Ósannað er hvort neðanmálsgreinin sé rétt. En við vitum að tröllasagan er röng.  


mbl.is Hæða viðtalið við tilræðismenn Skripals
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orkusamsæri í tveim þáttum á alþingi

Evrópusambandið hyggst sækja sér íhlutunarrétt í raforkumál á Íslandi. ESB ákvað einhliða að gera raforkumál hluta af EES-samningnum, sem Ísland á aðild að, og stýrir samskipum okkar við sambandið.

Ríkisstjórnin hyggst samþykkja fullveldisframsal í raforkumálum. Leikþáttur verður settur á svið þar sem fyrst eru sett lög um að sæstrengur til Evrópu sé háður samþykki alþingis. Þar með þykist meirihlutinn reisa skorður við ásælni ESB í íslenska raforku. Síðan verður framsal fullveldis viðurkennt með samþykkt þriðja orkupakka ESB.

Ísland á vitanlega ekki að samþykkja orkupakka ESB. Við eigum að halda raforkumálum, virkjun fallvatna, alfarið í íslenskum höndum.


mbl.is Þriðji orkupakkinn í febrúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. september 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband