Borga læknar afslátt?

,,Ef hann [læknir] vinnur meira en tíu þúsund eining­r þá borgar hann fimmtíu prósent afslátt af því sem er umfram það," segir formaður Læknafélags Reykjavíkur.

Borga sérfræðilæknar afslátt?

Nei, ríkið kaupir alla vinnu af sérfræðilæknum sem eru á samningi, þ.e. niðurgreiðir einkastofur þeirra. Ef ekki væri fyrir skattfé almennings yrðu læknar að loka stofunum.

En þegar læknar veita afslátt af magnkaupum ríkisins á þjónustu þeirra heitir það að læknar ,,borgi" afsláttinn.

Skrítið þetta læknamál. En stórmannlegt er það ekki.


mbl.is Ekki stórmannlegt að skamma læknana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

May: Rússar eru kjánar II

Í gær sagði May forsætisráðherra Bretlands að meintir tilræðismenn í Skrípal-eitruninni hefðu komið undir fölskum nöfnum til Bretlands: Alexander Petrov og Ruslan Boshirov.

May sagði jafnframt að mennirnir tveir ynnu fyrir rússnesku leyniþjónustuna GRU.

Með leyfi að spyrja: hvernig getur May vitað að nöfnin eru fölsk en vinnuveitandinn sannur?

Eru Rússarnir virkilega svo miklir kjánar að hafa fyrir því að útbúa fölsk vegabréf en tilgreina jafnframt að handhafar vegabréfanna starfi í þágu leyniþjónustunnar?

Er ekki líkleg skýring að May hafi fölsuð nöfn meintra tilræðismanna en enga hugmynd um hver gerði þá út af örkinni?


mbl.is May: Starfa fyrir rússneska herinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Læknar vilja ekki samkeppni, heldur pilsfaldakapítalisma

Sumir læknar kalla það tvöfalt heilbrigðiskerfi, eitt fyrir ríka og annað fyrir fátæka, ef þeir fá ekki niðurgreiðslu frá ríkinu með hverjum sjúklingi sem labbar inn á einkapraxís þeirra.

Þetta er að snúa hlutunum á haus. Læknir með tilskilin réttindi má vitanlega lækna - þó það nú væri - en hvergi nærri er sjálfsagt að ríkið niðurgreiði atvinnu læknanna. Af hverju fara þessir læknar ekki í samkeppni? Sá sem hér ritar fór á ríkisrekna heilsugæslu og borgaði 3100 kr. fyrir sjö mínútur hjá heimilislækni. Hvers vegna býður ekki einkarekinn heimilislæknir viðtalið á 1000 kr.?

Læknar vilja ekki einkarekstur með tilheyrandi samkeppni. Þeir vilja fá ríkispeninga til að stunda sinn atvinnurekstur. Á mannamáli heitir þetta pilsfaldakapítalismi.

Pólitískir stuðningsmenn pilsfaldakapítalisma læknanna grafa undan meginreglunni um að landsmenn skulu allir njóta jafnræðis í heilbrigðisþjónustu. Læknar, sem fá námið sitt niðurgreitt af ríkinu, hafa heila stjórnmálaflokka á bakvið sig til að krefjast ríkisframlags til einkareksturs.Þetta er kennt við einstaklingsfrelsi og samkeppni en er hreinræktaður sósíalismi andskotans. Fáránlegri getur pólitíkin ekki orðið.


mbl.is Segist ekki brjóta lög með synjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. september 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband