Svokallað hrun og lýðveldið sem ekki féll

Hrunið haustið 2008 var fjármálahrun; bankarnir urðu gjaldþrota vegna glæpsamlegs hátternis forkólfa þeirra. Í kjölfarið kom efnahagskreppa sem var djúp í nokkra mánuði en lauk fyrri hluta kjörtímabilsins 2009-2013.

Varanlegustu áhrif hrunsins voru þó pólitísk. Ástæðan fyrir falli ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. vorið 2013 var að Vinstri grænir, einkum þó Samfylkingin, reyndu að mjólka úr hruninu pólitískan ávinning; koma Íslandi í ESB og setja þjóðinni nýja stjórnarskrá.

Ef ríkisstjórn Jóhönnu Sig. hefði náð markmiðum sínum væri hægt að tala um hrun lýðveldisins.

En fall bankanna er aðeins svokallað hrun.


mbl.is Árshátíð frestað vegna ráðherraafskipta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trump og alþjóðahyggjan

Trump tekur kínversk störf og flytur til Bandaríkjanna. Aðferðin er að setja tolla á kínverskar vörur. Þær verða dýrari á bandarískum mörkuðum. Framleiðslan, til að hún sé samkeppnishæf, verður flutt til Bandaríkjanna.

Aðferðin sem Trump notar gagnvart Kína er sú sama og hann beitti með árangri gegn ESB

Hagfræðin á bakvið tollana er þekkt frá snemma á nýöld, kölluð kaupauðgisstefna eða merkantílismi á útlensku. Hún gengur þvert á ráðandi viðhorf alþjóðahyggju síðustu áratuga um frjálsan og óheftan flutning vöru, þjónustu og vinnuafls.

 


mbl.is Hækka tolla á kínverskar vörur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofurkröfur en örlítil skynsemi verkó

Verkalýðsfélögin á almennum vinnumarkaði semja um lágmarkskaup. Markaðurinn, þ.e. eftirspurn eftir vinnuafli, býr til markaðslaun sem nær alltaf eru hærri en lágmarkslaunin - misjafnlega þó eftir starfsgreinum.

Tilraunir verkalýðsfélaga til víðtæks samráðs, svokallað ofurbandalag, er annað orðalag yfir samræmdar kröfur um lágmarkslaun. Störf skapa ólíkan virðisauka fyrir atvinnurekendur. Þess vegna er munur á launum.  

Ísland er nú þegar eitt mesta jafnlaunaland í víðri veröld. Af því leiðir er lítið svigrúm til að jafna launin enn frekar.

Ofurbandalagið væntanlega beinist ekki gegn atvinnurekendum heldur ríkissjóði. En það má ekki segja upphátt vegna þess að ríkisvaldið er ekki viðsemjandi verkalýðsfélaga á almennum vinnumarkaði.


mbl.is Vill „ofurbandalag“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. september 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband