9% vextir WOW og ónefndir fjárfestar

6,3 milljarðar komnir í hús hjá WOW í lánsfé á 9 prósent vöxtum. Engir fjárfestar eru nefndir en hvað eru nöfn á milli vina. Níu prósent vextir eru faldir inn í tryggingum, ónefndum vitanlega, og í smáu letri.

Eftir þetta glæsilega og gegnsæja útboð hlýtur WOW að gera upp vanskilin við Isavia upp á einn til tvo milljarða.

Við sem heima sitjum samfögnum að viðskiptalíkan WOW njóti alþjóðlegs trausts. Og moldin rýkur í logni.


mbl.is Skuldabréfaútboði WOW air lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kostnaðarvitund góða fólksins

Góða fólkið er með böggum hildar yfir framúrkeyrslu vegna fullveldishátíðar á Þingvöllum í sumar. Sérstaklega fer fyrir brjóstið að lýsing vegna sjónvarpsútsendingar kostaði 20 milljónir króna.

Nú eru 20 milljónir nokkur peningur. Fyrir þá fjármuni mætti t.d. kaupa hálfa litla íbúð í vesturbænum, eða kannski þriðjung.

Viðtaka fólks sem kemur til landsins í óleyfi kostar aftur 5 til 6 milljarða á ári. Góða fólkið kemur ekki með dæmi um hvernig mætti nota brot af þeirri fjárhæð til að hýsa heimilislausa Íslendinga.

Kostnaðarvitund mæld í fáeinum milljónum er sterkari hjá góða fólkinu en kostnaður upp á milljarða. Kannski ætti góða fólkið ekki að vera með í ráðum þegar kostnaður er veginn og mældur. En góða fólkið kann að stjórna, svo mikið er víst, sjáið bara ráðhúsið og orkufyrirtæki borgarinnar.


Skúli selur aðgang að ríkisstyrkjum

WOW tapar 3,4 milljörðum króna í ár. Það skuldar lendingargjöld á Keflavíkurflugvelli upp á einn til tvo milljarða króna og gengur illa að fá 4 til 6 milljarða króna lán á alþjóðlegum mörkuðum til að halda félaginu í rekstri.

Samt ætlar eigandi WOW, Skúli Mogensen, að selja hlutafé fyrir 22-23 milljarða króna eftir eitt og hálft ár.

Skúli treystir Kötu Jakobs., Bjarna Ben. og Sigurði Inga til að opna ríkissjóð svo hann geti orðið margfaldur milljarðamæringur á því að selja ósjálfbæran taprekstur.

Skúli er snjall markaðsmaður.


mbl.is WOW á markað innan 18 mánaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. september 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband