Lífskjör önnur í góðæri en hallæri

Það segir sig sjálft að lífskjör í góðæri eru betri en í hallæri, að öðru jöfnu. Góðæri er í landinu síðustu ár en nú eru blikur á loft. Ótímabært er að slá nokkru föstu um að fyrirséður samdráttur leiði til hallæris. 

En það sjá allir að góðærissamningar verða ekki gerðir þegar samdráttur blasir við. Ragnar Þór formaður VR, sem hingað til er hvað róttækastur í kröfugerð, virðist átta sig á stöðu mála. 

Okk­ar kröfu­gerð snýr að stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar, þjóðarátaki í hús­næðismál­um, ráðast gegn vöxt­um á verðtrygg­ing­unni og ýmsu sem snýr að lífs­kjör­um al­mennt,“ sagði Ragn­ar.

Aðeins einn þáttur af þrem, sem Ragnar Þór nefnir, snýr að atvinnurekendum. Húsnæðismál, sem málaflokkur, heyrir undir sveitarfélög og ríki, og verðtrygging er alfarið á valdi þings og ríkisstjórnar.

Breið sátt um væntanlega aðalkjarasamninga á almennum vinnumarkaði er allra hagur.


mbl.is Komandi kjaraviðræður snúast um lífskjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pírata-hælið

Stjórnmálaflokkar í vestrænum lýðræðisríkjum hafa það hlutverk að setja þjóðríkjum lög annars vegar og hins vegar taka þátt í landsstjórn. 

Til að stjórnmálaflokkar geti sett lög og farið með landsstjórn verða þeir að þekkja gildandi lög og skilja stjórnmálamenningu viðkomandi þjóðríkis. Stjórnmálaflokkar fá opinbert fé til að sinna hlutverki sínu.  

Stjórnmálaflokkur sem tekur upp á því að veita trúnaðarstöður til fólks sem þekkir hvorki haus né sporð á samfélaginu er kominn á ystu nöf.

Til að geta gert siðferðilegt og pólitískt tilkall til áhrifa á samfélagið verður maður að vera hluti af því. Hælisleitandi, samkvæmt skilgreiningu, er ekki hluti af samfélaginu í þessum skilningi - hann er á biðlista þar sem umsókn hans er í meðferð.

Píratar veita ekki hæli á Íslandi. Pírata-hælið er ekki heppileg pólitík.

 


mbl.is Hælisleitandi kjörinn áheyrnarfulltrúi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. september 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband