Þorgerður Katrín vill ekki völd, sei, sei, nei

Formaður Viðreisnar segir um ríkisstjórnina að hún sé um ,,standa sam­an um kyrr­stöðu og völd." Kyrrstaðan er ekki meiri en svo að allt er á fleygiferð í efnahagslífinu og hefur verið um árabil. Ekkert atvinnuleysi - þvert á mót stórfelldur innflutningur á vinnuafli - hagvöxtur og velsæld í öllu þjóðlífinu.

Þegar Þorgerður Katrín var varaformaður Sjálfstæðisflokksins og ráðherra sóttist hún ábyggilega ekki eftir völdum. Ekki heldur er hún leysti af hólmi Benedikt Jóhannesson í formennsku Viðreisnar.

Völd eru ekki til í orðabók Þorgerðar Katrínar nema sem skammaryrði. Til hvers ætli hún sé í stjórnmálum?


mbl.is Vonar að skynsamir stöðvi „Trumpara“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pútin setur hausinn í snöruna

Bretland og Nató-ríkin vilja að almenningur trúi þeirri sögu að rússneskir njósnarar gerðir út af örkinni af stjórnvöldum í Moskvu, sem Pútín forseti ber ábyrgð á, hafi sýnt Skrípal-feðginum banatilræði.

Tilræðið mistókst en fyrir slysni dó ung bresk kona sem komst í tæri við eitrið er notað var á Skrípal-fólkið.

Bresk yfirvöld segjast hafa sannanir fyrir aðild Rússa og hafa birt myndir af meintum tilræðismönnum.

Nú segist Pútín forseti vita hverjir eru á myndum bresku leyniþjónustunnar og það séu ekki glæpamenn - væntanlega ekki heldur njósnarar.

Pútín myndi ekki koma fram opinberlega nema hann væri viss í sinni sök.

Sjáum hvað setur.


mbl.is Pútín: Hinir grunuðu eru ekki glæpamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei, Skúli, engin ríkisábyrgð fyrir WOW

WOW er glæsilegt félag á barmi gjaldþrots. Nú vill forstjórinn Skúli Mogensen fá ríkisábyrgð á skuldum félagsins. Ríkisábyrgðin verður ekki véluð á alþingi, það væri dautt mál, heldur með baktjaldamakki við bankakerfið, sem er að mestu ríkisrekið.

Skúli er snjall markaðsmaður. Líklega er hann með hreðjatak á lífeyrissjóðakerfinu, sem leggst á árarnar með honum að kría út ríkisábyrgð. Slægð markaðsmannsins er að gera WOW of stórt til að falla. Þar með opnast ríkissjóður til að halda ævintýrinu áfram á kostnað almennings.

WOW er einkaframtak sem skal standa og falla á frjálsum markaði. Markaðurinn ýmist umbunar eða refsar. Ef WOW fær ríkisábyrgð er markaðslögmálum kippt úr sambandi. Einkareksturinn verður ríkisvá.

Tíu ár eru frá bankahruninu. Stjórnvöld verða að sýna að þau lærðu sína lexíu. Og harðneita allri ríkisábyrgð á áhætturekstri.  

 


mbl.is Vongóðir um fjármögnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. september 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband