Pútin setur hausinn í snöruna

Bretland og Nató-ríkin vilja að almenningur trúi þeirri sögu að rússneskir njósnarar gerðir út af örkinni af stjórnvöldum í Moskvu, sem Pútín forseti ber ábyrgð á, hafi sýnt Skrípal-feðginum banatilræði.

Tilræðið mistókst en fyrir slysni dó ung bresk kona sem komst í tæri við eitrið er notað var á Skrípal-fólkið.

Bresk yfirvöld segjast hafa sannanir fyrir aðild Rússa og hafa birt myndir af meintum tilræðismönnum.

Nú segist Pútín forseti vita hverjir eru á myndum bresku leyniþjónustunnar og það séu ekki glæpamenn - væntanlega ekki heldur njósnarar.

Pútín myndi ekki koma fram opinberlega nema hann væri viss í sinni sök.

Sjáum hvað setur.


mbl.is Pútín: Hinir grunuðu eru ekki glæpamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þetta mál er sjálfsagt smáatriði mv.v. þær heræfingar

sem að eru nú framundan hjá rússum og kína.

Hvar eru rúv-sjónvarp?

Jón Þórhallsson, 12.9.2018 kl. 12:37

2 Smámynd: Örn Einar Hansen

Rússar eru að taka myndir af "White Helmets" í Idlib, sem eru við kvikmyndagerð á nýrri "GAS"-mynd.  Bretar réðu tvær "fyrirsætur" til að stylla upp við myndavélar og líta "Rússneskir" út. Bretar, sem eru með skrá yfir alla embættismenn Rússlands ... endu eru bretar miklu betur að sér, um það hverjir vinna fyrir Rússa, en Rússar sjálfir. Þeir vita líka meira um Novichock en Rússar sjálfir ... og ásaka Rússar fyrir "eiturefnaárás", með efni sem varð engum að bana.

Heimskur almenningur á Íslandi, sér ekkert athugavert við þessa "söguburði", en vandamálið er það að Rússar EIGA að fara í stríð.  Þeir eiga að nota kjarnorkuvopn sín, eyða bretlandi ef út í það er farið. Málið eins og það er komið, er langt út fyrir að hægt verði nokkurn tíma að bæta samskipti Rússlands og vesturlanda.  Með, eða án Pútins.

En sem betur fer, þá er Pútin betri maður en ég ... og megum þakka honum fyrir "þolinmæðina", jafnvel þó kaninn hlæji að honum og kalli hann "Pootin Poosey".

Örn Einar Hansen, 12.9.2018 kl. 18:18

3 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Auðvitað eru þessir menn sárasaklausir. Líklegast drápu Bretar svo Litvinenko og hinar meintu KGB hetjur sem af tilviljun voru í samma herbegi og Litvinenko áður en hann smitaðist af "slæmu kvefi" eðe einhverju sem dró hann til dauða. Skýringarinnar á stöðuhækkunum hetjanna er beðið. Bráðgáfaðir og fjölmenntaðir gestir síðuhafa sem jafnan heiðra okkur lesendur með snjöllum athugasemdum munu ekki láta okkur bíða lengi.

Einar Sveinn Hálfdánarson, 12.9.2018 kl. 21:49

4 Smámynd: Borgþór Jónsson

Það hlýtur að vera umhugsanarefni af hverju Rússneskir borgarar eru drepnir í stórum stíl í Bretlandi ,en ekki öðrum löndum.

Getur verið að Bretar séu að slátra Rússum kerfisbundið.

Borgþór Jónsson, 13.9.2018 kl. 08:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband