Já takk, ESB

Evrópusambandið ætlar að bjóða Bretum fríverslunarsamning í ætt við þann sem er í gildi á milli ESB og Kanada. Bretar höfðu áður hafnað því að vera hlekkjaðir við ESB með EES-samningnum sem Ísland situr uppi með.

Gangi það fram að Bretar fái fríverslunarsamning eftir Brexit er það gott mál fyrir Ísland.

Við gætum strax daginn eftir sagt upp EES og tekið upp fríverslunarviðræður.

 


mbl.is Barnier býður Bretum fríverslun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útlönd, RÚV og afkoma fjölmiðla

Sam­keppn­in við Rík­is­út­varpið hef­ur farið harðnandi vegna auk­inna um­svifa þess, einkum á aug­lýs­inga­markaði. Er­lend sam­keppni hef­ur einnig harðnað mjög og þar keppa inn­lend­ir miðlar við er­lenda miðla sem búa við allt aðrar aðstæður, svo sem í skatta­legu til­liti og í tæki­fær­um til aug­lýs­inga­sölu.

Tilvitnunin hér að ofan er í frétt af neikvæðri afkomu útgáfufélags Morgunblaðsins. Erlenda samkeppnin um auglýsingatekjur í netútgáfum er ekki hægt að gera neitt við. Íslenskir og erlendir auglýsendur geta keypt sér athygli Facebook-notenda sem og þeirra sem lesa erlenda fjölmiðla á netinu.

Aftur er eitthvað hægt að gera í samkeppninni við RÚV sem er ríkisfyrirtæki í beinni samkeppni við einkarekna fjölmiðla hér á landi. Í meginatriðum eru aðeins tvær leiðir færar:

a. Leggja RÚV niður.

b. Taka RÚV af auglýsingamarkaði. 

Frekari ríkisvæðing fjölmiðla, t.d. með beinum framlögum til þeirra, er ekki raunhæfur kostur. Fyrir það fyrsta yrðu óðara stofnaðir fjölmiðlar til að gera út á ríkisjötuna. Í öðru lagi yrðu fjölmiðlar háðir ríkisframlögum, ef þau skiptu á annað borð máli, sem veit ekki á fjölræði í fjölmiðlum.


mbl.is Neikvæð afkoma í erfiðu umhverfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB: Gamli sáttmáli gildir um Noreg og Ísland

Í augum Evrópusambandsins er Ísland hjálenda Noregs í EES-samstarfinu. Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins vegna útgöngu Bretlands úr sambandinu býður Bretum sama samning og Noregur hefur; að taka við reglum sambandsins og borga fyrir aðgang að innri markaði sambandsins.

Á hátíðarstundum er reynt að telja okkur trú um að EES-samningurinn sé fjölþjóðasamningur þriggja ríkja, þ.e. Noregs, Íslands og Lichtenstein við Evrópusambandið. Í reynd er samningurinn milli Noregs og tveggja smáríkja, sem valdamönnum í Brussel finnst ekki taka að nefna á nafn.

Noregur er stórveldið í EES, sagði norskur þingmaður í vor. Norskur ráðherra gerði sér ferð til Íslands í sumar að leggja línurnar um hvernig ríkisstjórn Íslands ætti að bregðast við einhliða útvíkkun ESB á samningnum, sem felur m.a. sér íhlutunarrétt í íslensk orkumál.

Barnier í Brussel segir blátt áfram það sem íslensk stjórnvöld láta yfir sig ganga: Osló ákveður, Reykjavík fylgir. Gamli sáttmáli er í fullu gildi í stjórnarráðinu á Arnarhvoli.

 


mbl.is „Þýddi endalok innri markaðarins“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. september 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband