Traust er samnefnari í fjármálum og stjórnmálum (um s.k. hrun)

Íslenska bankakerfið var rúið trausti þegar kom að hruni. Alþjóðlegt traust á íslenskum stjórnvöldum var einnig í lágmarki.

Ísland fékk enga fyrirgreiðslu þar sem bankakerfið og útrásarauðmenn voru meira og minna með íslensku stjórnmálastéttina í vasanum; auðmenn áttu fjölmiðlana, Björgólfur Morgunblaðið og Jón Ásgeir allt hitt.

Dómsmálin eftir hrun sýndu að glæpir voru framdir. Bankar voru rændir að innan, beint fyrir framan nefnið á eftirlitsstofnunum.

Sem betur fer var Ísland ,,grátt leikið" af útlendingum. Við höfðum fyrirgert trausti á íslensku samfélagi. Vonandi tekst okkur að byggja það upp að nýju. Það tekur áratugi. Reynum að vanda okkur.


mbl.is Íslendingar „grátt leiknir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan Íslandi ómissandi, segir AGS

Krónan skilaði almenningi efnahagsbata í uppsveiflunni eftir 2013. Þegar hagkerfið var við það að ofhitna kom sterk króna í veg fyrir ósjálfbært innflæði farþega og erlends fjármagns. Þegar hættan var liðin hjá lækkaði gengi krónunnar enda þurftu útflutningsatvinnuvegir á því að halda.

Krónan þjónar sem sagt hagkerfinu og þjóðinni. Hvorki dollar né evra gætu gert það. Enda heyrist mest lítið í þeim sem vilja skipta úr jafnaðarmanni Íslands, krónunni.

Staðfesting Alþjóðagjaldeyrissjóðsins liggur fyrir. Krónan er ómissandi.


mbl.is Ný áhætta í flugrekstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rógur, sannleikur og atkvæði

Ástæðan fyrir því að margir trúðu ásökunum um að Brett Kavanaugh hefði gerst sekur um kynferðisbrot þegar hann var 17 ára er sú að þeir vilja hann ekki í embætti hæstaréttardómara. 

Meint fórnarlamb hafði hvorki útskýrt nákvæmlega ætlað brot né kringumstæður, nema með almennu orðalagi, en engu að síður vildu margir trúa. Við yfirvegaðar aðstæður, til dæmis fyrir dómstólum, er ætlast til að sakarefni sé vel reifað og ekki síst að sá ásakaði fái tækifæri til málsvarnar. Dómstóll götunnar er aftur allt annað en yfirvegaður. Þar gildir æsingurinn og trú á fyrirframgefna niðurstöðu.

Rógurinn er aðferð til að safna atkvæðum og fylgi án tillits til sannleikans. Síðasta mæling á fylgi stóru flokkanna í Bandaríkjunum, Repúblíkana og Demókrata, bendir til að rógberarnir eigi nokkurt starf óunnið. Repúblíkanar eru sum sé í forystu.


mbl.is „Þetta er einfaldlega rógburður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. september 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband