RÚV og Trump-geðveikin

RÚV gæti verið bandarískur fjölmiðill sé tekið mið af hvernig fjallað er um Trump. Bandarískum fjölmiðlum til afsökunar má segja að opinbert stríð sé á milli þeirra og forsetans. Trump tístir og fjölmiðlar gala.

RÚV býr ekki við þá afsökun að Hvíta húsið sé valdamiðstöð á Íslandi. Fréttirnar af Trump gefa þó annað til kynna; RÚV er í mun að gjaldfella forsetann.

RÚV bauð til sín geðlækni að ræða andlegt heilsufar Trump. Er líklegt að geðlæknir yrði kallaður til að fjalla um May í Bretlandi, Merkel í Þýskalandi eða Macron í Frakklandi? Nei, líklega ekki.

Óttar Guðmundsson geðlæknir sagði undan og ofan af sérkennum Trump eins og þau blasa við fjölmiðlaneytendum en harðneitaði að lýsa manninn geðveikan. Heldur ekki siðblindan, þótt hann hafi verið um það þýfgaður.

Við þurfum ekki fjölmiðla til að vita að Trump er maður sinnar gerðar. En fjölmiðlar ættu að fara varlega að nota hugtök úr geðlæknisfræði. Við gætum sannfærst um að við búum í geðveikum heimi. Í framhaldi farið að haga okkur skringilega - eins og RÚV þegar fréttaefnið er Trump.


Vinstrimenn valdníða Ástráð - hvar er pólitíkin?

Ástráður Haraldsson varð fyrir valdníðslu vinstrimeirihlutans í Reykjavík þegar kona var tekin fram yfir hann í stöðu borgarlögmanns. Halldór Auðar Svansson fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata viðurkennir samsærið gegn Ástráði.

Þannig vill til að Ástráður var einnig umsækjandi um stöðu dómara við landsrétt. Þegar hann fékk ekki framgang gerðu vinstrimenn harða hríð að dómsmálaráðherra og kröfðust afsagnar. Ástráður sjálfur kynti undir með bloggher vinstrimanna.

En nú, þegar úrskurður liggur fyrir um brot á jafnréttislögum og játning geranda, um valdníðslu borgarstjórnar á Ástráði, er fátt að frétta af hneykslan vinstrimanna.

 

 


mbl.is Viðurkennir eigin valdníðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. september 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband