Gamlir díselbílar og loftslagshjátrú

Ef ríkisstjórnin ákveđur ađ úrelda gamla díselbíla mun vćntanlegt uppkaupsverđ ríkisins hafa bein áhrif á markađsverđ bílanna. Bílar sem annars fćru í brotajárn verđur haldiđ gangandi til ađ leysa út úreldingarfé ríkisins.

Loftlagsstefna ríkisstjórnarinnar er byggđ á hindurvitnum. Manngerđ loftlagsvá er meira og minna tilbúningur. Gamlingjar úr röđum vísindamanna eru löngu búnir ađ sýna fram á ţađ. Alvöru vísindamenn á ţessu sviđi, Roy Spencer og Judith Curry, eru úthrópađir af pólitískum rétttrúnađi og hjávísindafólki sem fyrir aldamót talađi um hnattrćna hlýnun en síđan um loftslagshamfarir - ţegar hlýnunin lét á sér standa.

Engu ađ síđur. Ef fórnarkostnađurinn viđ ađ halda saman ríkisstjórn Vinstri grćnna og Sjálfstćđisflokks er gamlir díselbílar og loftslagshjátrú verđur svo ađ vera.

 


mbl.is Stefna ađ bensín- og dísilbílabanni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Íhugull Trump, gerir drög ađ tísti

Samkvćmt viđtengdri frétt gerir Trump Bandaríkjaforseti drög ađ tísti, sem hann hyggst birta, og sendir til valinna sérfrćđinga ađ fá álit.

Ef ţetta er rétt virđist Trump nokkru vandvirkari en af er látiđ.

Okkur er talin trú um ađ Trump-tíst sé örvćnting og geđillska en ţađ virđist ekki standast, samkvćmt síđustu fréttum.

 


mbl.is Hefđu tekiđ tístiđ sem yfirvofandi árás
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Falsfréttir - sannfréttir

Hćttum ađ nota orđiđ falsfréttir, ráđleggur forseti Evrópusambands blađamanna. Rökin eru ţau ađ orđiđ merki ekki lengur vísvitandi lygi heldur ýkjur eđa valkvćtt sjónarhorn, samanber valkvćđar stađreyndir.

Andheiti falsfrétta er sannfréttir, ţ.e. sannar fréttir. Vandinn er ţessi: um leiđ og fréttir segja eitthvađ meira en áţreifanlegar og mćlanlegar stađreyndir, t.d. tölfrćđi kosningaúrslita, fćrast ţćr frá heimi sannfrétta yfir til veruleika falsfrétta.

Í gćr voru kosningar í Svíţjóđ. Helsta fréttin var árangur Svíţjóđardemókrata. Nú liggur fyrir ađ sá flokkur fékk tiltekna prósentu - sönn frétt. En um leiđ og fréttir reyna ađ útskýra hvort fylgiđ sé mikiđ eđa lítiđ verđur fréttin huglćg, spurning um sjónarhorn og viđmiđ.

Mörkin á milli falsfrétta og sannfrétta eru hárfín.


mbl.is Meiri ţörf á góđri blađamennsku
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 10. september 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband