Trump sigrar djúpríkið, blóð flýtur í Washington

Heimsfjölmiðlarnir brjálast: djúpríkið í Washington reyndi samsæri gegn lýðræðislega kjörnum forseta Bandaríkjanna. Djúpríkið, vinstrisinnaðir frjálslyndir embættismenn, reyndu að þvinga afsögn Trump vegna þess að hann þykir ,,óhæfur forseti".

New York Times, yfirlýstur andstæðingur Trump, afhjúpar samsærið. Ástæðan? Jú, á næstu dögum eru væntanlegar upplýsingar, samtöl og sms-skeyti embættismenna, sem sýna svart á hvítu að djúpríkið reyndi landráð.

Næstu dagar og vikur verður blóðbað í Washington þar sem Trump rúllar upp djúpríkinu. Veislan nær til Íslands. Það verður ekki hvítvín með forréttinum, - sem er humar.


mbl.is Neitar ráðabruggi um að koma Trump frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rod Stewart kemur Halldóri til bjargar

Halldór Jónsson bloggari fékk á sig ágjöf fyrir að lýsa vandræðum ungra karla að halda aftur af sér í samskiptum við sterkara kynið. Poppgoðið Rod Stewart kemur Halldóri til bjargar og tónar sömu hugsun.

,,Ég átti aldrei á mínum yngri árum vinkonu án þess að vilja sofa hjá henni," segir skoska sjarmatröllið komið á áttræðisaldur.

Frumreynslan er erfiðust söng Roddinn fyrir margt löngu. Gildir enn.


Séríslenskir vinstrimenn, Nató og Pútín

Vinstrimenn í Bandaríkjunum og Evrópu leggja allt sitt traust á Nató. Íslenskir vinstrimenn eru klofnir í afstöðu sinni til bandalagsins.

Ástæður vinsælda Nató meðal vestrænna vinstrimanna eru einkum tvær. Trump forseti er gagnrýninn á Nató og Pútín Rússlandsforseti er á móti hernaðarbandalaginu. Bandalag frjálslyndra og vinstrimanna lítur á Trump og Pútín sem eitt og sama fyrirbærið. Almennt trúa þeir samsæriskenningunni um að Trump sé handbendi Pútín, - eigi forsetakjörið þeim rússneska að þakka.

Andstaða íslenskra vinstrimanna gegn Nató er af tvennum meiði. Í fyrsta lagi af þjóðernisástæðum. Nató-aðild og herstöðin á Miðnesheiði var eitur í beinum róttækra sósíalista og alþýðubandlagsfólks, sem voru upp til hópa þjóðernissinnar. Í öðru lagi voru margir þeirra elskir að kommúnisma og rússneska þjóðin, sem sú stærsta í sovétinu, í nokkru uppáhaldi.

Frjálslyndir vinstrimenn á Fróni, Alþýðuflokkur/jafnaðarmenn/Samfylking, voru aftur Nató-sinnar fram í fingurgómana.

Núna riðlast fylkingar vinstrimanna, þegar Nató efnir til heræfinga í heimabyggð. Log formaður Samfylkingar er orðinn róttækur sósíalisti í utanríkismálum og snuprar Nató. Óskoraður leiðtogi gamla alþýðubandalagssósíalismans, Katrín forsætis og formaður Vg, er aftur einarður talsmaður íslenskra öryggismála og talar fyrir Nató-aðild.

Vegferð vinstrimanna til þroska er vitsmunalega órannsakanleg.


mbl.is Er trú mínum stjórnarsáttmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. september 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband